Studia Islandica - 01.06.1986, Page 55
53
slíkum umskiptum í skáldsögu sinni Aðalsteini. Sögu œsku-
manns, sem út kom árið 1877. í verki hans falla mýþa og
frásögn nánast saman, um litla tilfærslu er að ræða: Aðal-
steinn missir móður sína ungur að árum og stendur uppi
einn í heiminum. Honum er komið fyrir hjá vandalausum,
sem sýna honum litla hlýju en halda honum fast að vinnu.
Hjá þeim kynnist hann breyskleikum manna og heyrir níð
um foreldra sína látna, er „rekinn ómiskunnsamlega út úr
paradís sakleysisins.“25 Honum býðst engin huggun svo
hann lokast með sársaukann í sjálfum sér og fyllist brátt
andúð í garð umhverfisins. Ferlinu lýsir höfundur sem
freistingu og falli. Drengurinn hefnir fyrir missi bernsku
sinnar með því að hugsa ljótt og sýna forráðamönnum sín-
um óvild. Fallið kemur einnig fram í því að tengsl drengs-
ins og náttúrunnar rofna. Áður hafði náttúran talað „við
hann sem barn Guðs við bróður sinn“:
En nú, - eptir það er hjartað er harmi lostið, - eptir það er syndin er inn
komin! — eptir það er óhreinindum er kastað í lífsins lind, — nú hætta guðs-
verk að skoða sig í þessari skuggsjá.
Náttúran lítur undan sem firrt móðir, brýtur fegurðarklæðið saman og
nemur það úr augsýn.
Barnið, sem var með glöðu hjarta, er orðið maður með særðu hjarta.
Og þó er hann ekki sá hinn seki! - En hitt er það, að það að heyra illt, get-
ur á þeim aldri orðið hartnær jafn skapvænt sem að gjöra illt; því að
hneykslið brennir út frá sér á allar hliðar.
Aðalsteinn leitar að svörum upp á spurningar hjarta síns. Hann lítur í all-
ar áttir, til himins og til jarðar eptir andsvörum.
En náttúran þegir eins og steinninn.26
í fallinu breytir tilveran um svip, náttúran snýr baki við
manninum, heimurinn lokar hliðum sínum. Það hefur í för
með sér firringar- og aðskilnaðarkennd, sem reynst getur
óbærileg, takist manninum ekki að sameinast heiminum á
nýjan leik.
íslenskir höfundar skipuðu flestir niður efni sínu í sam-
ræmi við syndafallsmýþuna, meðvitað eða ómeðvitað, þótt
þeir að öðru leyti sæktu lítið í hinn kristna táknheim. í