Studia Islandica - 01.06.1986, Blaðsíða 56
54
verkum þeirra tengist fallið oftast nær meinbugaástum.
Elskendur lenda í andstöðu við samfélag, sem á stundum
útskúfar þeim vegna tilfinninga þeirra. Áreksturinn kallar
oft í senn á félagslega, sálræna og trúarlega upplausn. Hér
á eftir verður klofningur af þessu tagi nefndur rof til að-
greiningar frá hinu mýþíska syndafalli.
Ástir Indriða og Sigríðar knýja atburðarás Pilts og
stúlku. Um leið og þau fara af barnsaldri breytist vinátta
þeirra í „heita og einlæga ást“. (34) Samtímis koma til sögu
erfiðleikar, sem skapa áður óþekkta fjarlægð þeirra í mill-
um. Áður höfðu þau engan grun haft um sérstöðu sína, nú
kemur blygðunarkenndin til sögu. Upphafsatvikið er fund-
ur þeirra í Tungu:
Sigríður hafði alltaf haldið uppi tali við þá gestina, en er þeir voru út
gengnir, þagnaði hún og leit í gaupnir sér; Indriða varð og orðfall urn hríð,
en bæði sátu þau sitt hvorum megin við dálítið borð, er þar var í stofunni.
Svona leið dálítil stund, að þau yrtu hvorugt á annáð, þangað til Sigríður allt
í einu lítur upp og framan í Indriða og varð í sama bili rjóð út undir eyru.
Þess háttar augnaráð og tillit stúlkna eru yngismenn vanir að skilja, og
Indriði hefði orðið að vera skynskiptingur, ef hann hefði ekki ráðið í, hvað
Sigríði þá flaug í huga. (34-35)
Varpi ástin eldingu í hjartað, vittu þá að ástin kviknar
einnig í hinu hjartanu, sagði maður nokkur, spakur að viti
að sagt er. Á þessu klassíska uppgötvunaraugnabliki gera
Indriði og Sigríður sér grein fyrir erótískum veruleika
hvort annars. Beinum afleiðingum þess er lýst á hefðbund-
inn hátt: málþrot, kinnaroði, brágeisli. En andstaða við
ástarsambandið er þegar fyrir hendi því að móðir Sigríðar,
Ingveldur, starfar gegn því. Klofningsaugnablikið á sér
stað þegar hún neitar bónorði Indriða og reynir að hverfa
hug Sigríðar með því að ljúga til um tilfinningar hans.
Hnúturinn er síðan enn frekar riðinn með bréfaþjófnaði,
sem stíar ungmennunum í sundur langa hríð.
Það er athyglisvert að félagslegar andstæður eru veiga-
minni í sögu Jóns en leikriti Sigurðar Guðmundssonar. Þau
Indriði og Sigríður virðast sköpuð hvort fyrir annað, fé-