Studia Islandica - 01.06.1986, Page 59
57
Síðari hvörf sögunnar verða þegar elskendurnir hittast á
nýjan leik við dyrnar hjá Möller kaupmanni. Þar hafði Sig-
ríður hangið um stund við drykkju og hlýtt agndofa á ást-
arraus kaupmanns; Indriði aftur á móti á glugganum eins
og „svört flygsa“ eða dula, og fylgst gjörla með því sem
fram fór án þess að hafast annað að. Kaupmaður L, vinur
Indriða, leysir málið fyrir hann með því að ryðjast inn í
bústað „drekans“ og bjarga meynni á síðustu stundu. Að
þessu loknu falla sögustrengirnir saman í einn, leiðin liggur
nú upp á við til endurborinnar einingar:
Það getur þú verið sannfærður um, sagði Sigríður, að á þessu kvöldi hef
ég séð, hver ráð voru lögð af þeim, sem voru mér illviljaðir, og er það ekki
mín forsjá, heldur þess, sem styður veikan vilja, að ég hef hjá þeim komizt;
en látum okkur ekki eyða fleiri orðum um það. Vegur sá, sem liggur frá
freistingum heimsins og glaumsins til hrösunarinnar og lastanna, er
skammur; guði sé lof fyrir það, að ég bar gæfu til þess að sjá, hvar ég var
stödd, þegar ég var komin á hann; en þá er það og bezt að rífa sig frá
glaumnum og sollinum, er máttinn vantar að standa fyrir strauminum; ég fer
burt héðan; ég vona til þess, að þú hjálpir mér til að komast austur og skiljir
ekki fyrr við mig. (144)
Að aflokinni þessari sameiningu halda elskendurnir
heim í dalinn sinn, hin illa móðir iðrast og deyr, samfélagið
verður heilt á nýjan leik.
Frásagnarframvindu Pilts og stúlku má nú greina í sund-
ur á eftirfarandi hátt:
1. atburðastrengur
freistingar Sigr.
upphafsástand upphafsatvik
hjáseta I og S ást kviknar í
Tungu
klofningsatvik j
aðgerðir Ingv. \
2. atburðastrengur
þjáningar Indriða
> sameiningaratvik
endurfundir hjá M.