Studia Islandica - 01.06.1986, Síða 66
64
hafði misst konu sína en barnað skömmu síðar vinnukonu,
fengið vinnumann til að gangast við faðerninu en tekið
drenginn að sér. í verkum raunsæismanna fær slíkur maður
harðan dóm fyrir tvískinnung og hugleysi. Hjá Jóni Mýrdal
er presturinn hins vegar fyrirmynd annarra manna, ágætur
og háttprúður klerkur, átrúnaðargoð sóknarbarna sinna.
Afhjúpunin undir lok sögunnar breytir engu um það. Á
Hóli býr Kristín, dóttir forríks hreppstjóra og sæmdar-
konu. Kristín og Ólafur eru á margan hátt náskyld Indriða
og Sigríði í Pilti og stúlku, enda hefjast kynni þeirra á sama
hátt, í hjásetu. Hins vegar bætir Jón Mýrdal þriðja horninu
inn í upphafslýsinguna: Vigfúsi á Hala. Hali er hjáleiga frá
Hóli og allt heimilisfólk bæði fáránlegt og ljótt. Faðir Vig-
fúsar er aulamenni, sem móðirin Þorbjörg notar eins og
sorpreku, hún sjálf illmálugt kvenskass. Vigfús erfir
heimsku hans en skaplyndi hennar. Eiginleikar söguhetj-
anna eru dregnir mjög skýrum dráttum, eins og fram kem-
ur á skýringarmyndinni hér að neðan:
eiginleikar: líkamlegir andlegir félagslegir
fríður sýnum, siðprúður, glað- vinsæll, virt-
Ólafur bjartur, snotur sinna, stilltur. ur, prestssonur
í vexti, fimur gáfaður
stórskorinn í fúllyndur, heimsk- óvinsæll, fyrir-
Vigfús andliti, mikill ur, illmálugur of- litinn, bónda-
vexti, stirður stopamaður sonur
Kristín fríð, fagurlega vaxin stillt, glaðlynd, gáfuð, siðprúð efnabónda- dóttir
í sögunni lýsir útlit innræti. Illmennin eru nær undan-
tekningarlaust ófríð og/eða fáráðlingsleg, að auki drykk-
felld — eins og höfundurinn sjálfur var. Góðmennin á hinn
bóginn fríð, snöfurmannleg og varkár í notkun brenndra
drykkja. Skiptingin markast og af stéttaruppruna því já-
kvæðar söguhetjur koma nær undantekningarlaust úr yfir-
stétt sveitar eða bæjar: hreppstjóri, prestur, stúdent, for-