Studia Islandica - 01.06.1986, Page 68
66
manns andstyggð, hellir sér út í drykkjuskap og lendir í
stagtogi við vafasama Reykvíkinga. Andstæðurnar dygð-
spilling og góðvild-illvilji verða stöðugt skarpari.
í Reykjavík kynnist Vigfús öðrum þrjóti, Grímúlfi að
nafni, gjálífum lausinga og snjöllum skrifara. Peir komast
yfir ástarbréf á milli Ólafs og Kristínar, brjóta þau upp og
umskrifa þannig að hvort segir hinu upp. Um stund víkur
sögunni til Kristínar. Greint er frá ástarsorg hennar og
fyrirboða í draumi: þykir henni sem Ólafi stafi hætta af
nauti (:Vigfúsi) og ref (:Grímúlfi). í verinu syrgir Ólafur
„brigð“ unnustunnar. Vigfús ákveður að ryðja honum úr
vegi og sker við tækifæri á stjórafæri svo bát rekur til hafs
í ofsaveðri með Ólaf innanborðs. Telja allir hann af.
Á þessum punkti í sögunni breytist verkið í reyfara-
kennda ævintýrasögu. Höfundur hefur nú riðið söguhnút-
inn og sótt mjög í smiðju Jóns Thoroddsens um einstök
efnisatriði. í „aðskilnaðarþættinum“ gætir áhrifa erlendra
afþreyingarsagna hins vegar mun meira.
2. Fram að þessu hefur söguþráðurinn verið einfaldur en
úr þessu klofnar hann og flækist mjög. Aðskilnaðarþættin-
um má skipta niður í tvo undirþættf. Annar gerist á íslandi
og fylgir að mestu Vigfúsi, lýsir viðureign hans við Krist-
ínu, Grímúlf og fleiri. Hinn fylgir Ólafi og segir frá ævin-
týrum hans í Flandern og Danmörku. Báðir eru hlaðnir út-
úrdúrum og mannlýsingum, sem koma meginsögunni lítið
við. Jón reynir líkt og nafni hans Thoroddsen að skemmta
lesendum sínum með gamansömum frásögnum af sér-
kennilegu fólki. Sumar þeirra eru kátlegar aflestrar og bera
vott um sérstaka frásagnargáfu, eins og lýsing Galdra-
Sölku, flökkukonu og foraðs, sem lendir í mikilli styrjöld
við skassið, móður Vigfúsar, og rífur af henni vörtu. 1 öðr-
um ganga ýkjurnar úr hófi eins og þeirri, sem hér fer á
eftir:
[ . . . ] fátt skorti hana öllu tilfinnanlegar, en fegurð; eineyg var hún, og
það augað, sem til var, glóðrautt og furðu illilegt; hálft var nefið í burtu, og
rifið út úr öðru munnvikinu; ekki leit út fyrir, að það þyrfti mikinn tíma til