Studia Islandica - 01.06.1986, Page 69
67
að greiða og flétta hárið, sem helzt sýndist aldrei hafa átt tilveru á höfðinu,
en úr þeim bresti bætti - þótt nokkuð sköllótt, þá samt sumstaðar - talsvert
langt skegg; harðmeti sýndist ekki vera henni hentugt, því einar tvær tennur
sáust í hvorum skolti, en þó æði spölur á milli, og þessar fjórar hefði þurft
efnafróðan mann til að segja hvort væru úr ryðguðu járni eða einhverju
öðru.(289-290)
2a. Vigfúsarþáttur fleygast í tvennt af Ólafsþætti. Fyrri
hluti hans gerist að mestu í heimabyggð þeirra Ólafs en
einnig á bæ á Austurlandi og í Reykjavík. Mestum hluta
hans er varið í bónorðsmál Vigfúsar. Hann þráleitar ásamt
móður sinni á Kristínu uns hún lætur undan, einkum vegna
tilmæla í falsbréfinu. Tilviljunin tekur hins vegar í taumana
á síðustu stundu svo stúlkan heldur sæmd sinni og mey-
dómi. Ást hennar og söm við sig þótt hún sé þess fullviss að
unnustinn sé látinn. í þessum hluta þáttarins eru þó lögð
drög að nýjum þríhyrning þegar stúdent nokkur, er Guð-
mundur heitir, kemur til sögu.
í þættinum er mikið sagt frá stríði Vigfúsar við Grímúlf,
sem reynir að kúga úr honum peninga fyrir að þegja yfir
bréfasvikunum. Vigfús verður þess og vís að Ólafur lifir og
kaupir að sjómanni nokkrum, Gis að nafni, að drepa hann.
Það flækir atburðarásina heldur betur en höfundi tekst þó
að halda öllum spottum saman.
2Ólafsþáttur lýsir sem fyrr segir útlegð og ævintýrum
Ólafs erlendis. Honum má skipta niður í tvo undirþætti.
Gerist annar í Flandern, hinn í Kaupmannahöfn. Atburða-
rás er öll með ólíkindum, enda byggð á klisjum úr ævin-
týra- og ræningjasögum, sem mjög voru vinsælar í Evrópu
á 18du öld, eins og áður segir. Úr þessu verða kennsl mikil-
vægasta minni sögunnar: feðgar uppgötva hvor annan og
elskendur. í Pilti og stúlku mátti sjá afbrigði þessa í huliðs-
leik Indriða. Hjá Jóni Mýrdal og aragrúa annarra höfunda
tilfinningasamra ævintýrasagna er minnið forsenda og mið
atburðarásar.
2^. í upphafi Ólafsþáttar kemst Ólafur nauðuglega um
borð í flæmskt fiskiskip. Skipherrann tekur ástfóstri við