Studia Islandica - 01.06.1986, Page 73
71
hafa gert sér grein fyrir mótsögninni í verki sínu. Gott
dæmi er dauði Gis. Honum er stungið í dýflissu og liggur
þar dauður morguninn eftir. Um það er afi Ólafs látinn
segja:
Það er gleðilegt, að vita hvernig réttlætið sjálft hefir tekið þetta af oss;
það má nærri geta hversu sára kvöl hann hefir liðið, þegar illverk hans urðu
opinber; það sýnir sig bezt í því, að hann beið dauðann af; þó hefndin sé
sæt, fylgir henni ávalt eitthvað leiðinlegt, og blóðsúthelling er ætíð eitthvað
óeðlilegt, enda ókristilegt. (328)
Engu að síður hefnir höfundur sín grimmilega á sögu-
þrjótum. Þeir fá ekkert tækifæri til að iðrast eins og hrapp-
ar Jóns Thoroddsens og Páls Sigurðssonar, heldur enda líf
sitt á hraklegan hátt. Stigamannaforinginn er skotinn, Vig-
fús strýkur úr haldi og týnir sér, móðir hans fær ofsakláða,
ærist og deyr, Grímúlfur er kaghýddur og lifir upp frá því
á að hreinsa kamra. Petta hefndarminni sýnir glöggt sér-
stöðu Jóns Mýrdals. í verki sínu reynir hann að fella saman
skemmtisöguform, sem upphaflega túlkaði viðhorf aðals-
ins, og borgaralega viðkvæmnissögu með hliðsjón af sög-
um Jóns Thoroddsens. Ekki er hægt að segja að árangur-
inn sé glæsilegur en samt er Mannamunur langt í frá jafn !é-
leg saga og móttökurnar á sínum tíma gáfu til kynna. Hvað
sem öðru líður er verkið sérstakur kapítuli í íslenskri bók-
menntasögu, kapítuli, sem ekki verður hlaupið yfir.
III.3 Leyndarmál grœns kistils:
Páll Sigurðsson
„Er það ekki merkilegt allt saman!“ - mælti Steingrímur með undrun. -
„Þú fer frá Guðmundi, sem þú hyggur vera föðurbróður þinn, en er það
ekki, til sira Þorgríms, sem er föðurbróðir þinn, þótt þú vitir ekki. Það gæti
verið efni í skáldsögu." (336)31
Þessi klausa er fengin úr skáldsögunni Aðalsteinn. Saga
œskumanns eftir Pál Sigurðsson, en hún kom út árið 1877.