Studia Islandica - 01.06.1986, Page 79
77
sveit, sem liggur til fjalla og kallast Breiðdalur. í upphafi
sögunnar flyst hann frá Neðstabæ dalsins, þar sem gefur
sýn út yfir héraðið, inn í þröngsýnið að Fossi, sem er efsti
bær í dalnum. í 2rum hluta sögunnar flyst hann út í héraðið
að prestssetrinu Hofi og þaðan til Skálholts. Þessi hreyfing
er táknræn fyrir andlega hreyfingu Aðalsteins eins og
myndin að neðan sýnir:
Skálholt "
Hof
Neðstibær
Foss
1. hluti
2. hluti
menning, menntun, ást,
vfðsýni, þroski
menningarleysi, strit,
þröngsýni, ástleysi
Öðrum hluta sögunnar lýkur við brautskráningu Aðal-
steins úr Skálholtsskóla. Þau tímamót hafa og í för með sér
mikilvæg hvörf á þroskaferli hans.
3. Síðara bréfið: Þriðji hluti sögunnar snýst um kennsl
og uppljóstranir. Á 16 ára afmælisdegi sínum fær Aðal-
steinn í hendur seinna bréfið úr kistlinum góða. Kemur í
ljós að hann hafði verið rangfeðraður vegna hamingju-
skipta móður hans. í bréfinu gerir hún kröfu um að sann-
leikurinn verði afhjúpaður þó að seint sé. Við þetta byltist
sjálfsímynd Aðalsteins eins og gefur að skilja: munaðar-
leysinginn eignast föður í stað móðurinnar sem dó, ein-
stæðingurinn finnur að nýju samhengi, sem hafði glatast.
Uppgötvunin leiðir Aðalstein á fund föður síns, sem býr á
Ströndum vestur, heitir Steingrímur og hafði ekki vitað um
tilvist sonarins en viðurkennir hann, og tekst með þeim
hjartnæmt kærleikssamband. Ættin reynist forrík bænda-
ætt svo öll fátækt er úr sögu. Við þetta bætist að biskup gef-
ur upp skólakostnað Aðalsteins með því skilyrði að hann
styðji efnisungling á sama hátt. Aðalsteinn gerist því, líkt
og biskup, lausnari fátæklinga og kostar tvo sonu vina
sinna til menntunar. Að því loknu heldur hann sjálfur til
náms í útlöndum.