Studia Islandica - 01.06.1986, Page 81
79
tengjast. Presturinn og faðir Aðalsteins eru bræður og
bölvaldur beggja faðir þeirra. Hann hafði viljað efla ætt
sína með því að sameina jarðeignir, stíað elskendunum í
Skálholti í sundur og reynt að gifta Steingrím og Ingi-
björgu, ekki tekist það og því nauðgað Þorgrími til ráða-
hagsins.
í þessu dæmi er faðirinn, Runólfur, fulltrúi ófrelsis og
valdboðs. Hinar stéttarlegu afstæður eru skýrar: auðugur
erfingi, fátæk vinnukona. Andstaða föðurins er þó fyrst og
fremst sprottin af öfgakenndum skaplöstum, sem jaðra við
sinnisveiki. Þannig knýr hann son sinn til uppgjafar með
því að fara einförum og hóta að stytta sér aldur. Þverlyndið
ósveigjanlegt, stórmennskan blind og heiftin óhemjuleg.
Líkt og Ingveldur, séra Sigvaldi og Vigfús er hann því
fremur undantekning en almenn regla í mannlífinu.
Þessi ástarflækja sögunnar er demónsk því henni lyktar
með aðskilnaði og dauða. Hins vegar sameinar fundur
feðganna hið sundurklofna samfélag. Honum fylgir og al-
menn sátt því að söguþrjóturinn iðrast á banastundu líkt
og Ingveldur í Pilti og stúlku: „Hinir ósveigjanlegu skaps-
munir, harðneskjan og stórmennskan, gugnuðu fyrir
áblæstri dauðans, - og Runólfur var orðinn að barni.“(366)
Undir lokin innsiglar handaband þeirra Aðalsteins endan-
legan sigur hins góða.
Kennsl feðganna jafngilda heimkomu úr útlegð fyrir
Aðalstein. Þó loka þau hringnum ekki til fulls. Höfundur-
inn fylgir nauðsyn tilfinningaskáldsögunnar og lýkur verki
sínu með endurnýjuðum samruna, þar sem ástkona kemur
í stað móður. Paradís bernskunnar kallar á hliðstæðu sína:
algleymi heilags hjónabands. Síðasti kafli sögunnar, eins
konar eftirmáli en þó formleg nauðsyn, gerist tíu árum eft-
ir þá atburði, sem áðan var lýst. Aðalsteinn hefur tekið við
búi, áskotnast mikill arfur og eignast að auki nýjan „vernd-
arengil“, nöfnu móður hans frá Neðstabæ, þar sem hann
fæddist: