Studia Islandica - 01.06.1986, Side 82
80
Andlitið er óviðjafnanlegt, og ber svip af gyðjumynd grískri; veldur þvf
hin ávala, undurfagra lögun. Þrátt fyrir hárlitinn eru augabrýrnar fdökkvar
og liggja fagurlega bogadregnar yfir bláum augum, en augun eru stór, og
hrein sem himinstjörnur, jafn andrík sem þau eru ástblíð. Ennið er fagur-
myndað og harla kvennlegt, nefið bratt, kinnarnar írjóðar, munnurinn lítill
og varimar töfrandi, hakan fríð og hvít. Enginn meistari hefur haft fyrir sér
slíka fyrirmynd fegurðarinnar. (394)
Móður Aðalsteins er lýst með svipuðu, upphöfnu mál-
fari, hlutverk þeirra og hið sama: báðar veita samræmi inn
í líf söguhetjunnar.
Lýsingin að ofan sýnir glöggt rómantískt tilfinninga-
næmi höfundarins. Hún litar og lýsingu karlpersóna, sem
oftar en ekki fella fögur og sæt tár. Rómantíkin verður þó
aldrei annarsheimsleg. Hún er jarðbundin og samslungin
meðvitaðri viðleitni til raunsæis. Að því leyti gengur Páll
Sigurðsson lengra en Jón Thoroddsen. Hann skortir frum-
lega sjón frumkvöðulsins en er um flest gagnrýnni. Gott
dæmi um það er lýsing hjásetunnar. Hjá Jóni er hún líkust
paradís, hjá Páli kvalastaður:
Hann [Aðalsteinn] fann óljóst til hins mikla meins, sem bagar mannfé-
laginu fremur ef til vill en flest annað, að börnin verða eigi upp alin saman
og eptir semeiginlegum, gildum grundvallarreglum, - heldur á sundrungu,
sitt á hverju heimilinu, sitt á hverri smalaþúfunni, sitt í hverjum einrænings-
andanum. Hann fann óljóst til þess, - eða kann vera að hann hafi ekki hugs-
að svo langt fram, - að slíkt uppeldi hefur mikla bresti, getur naumast skap-
að samheldið og dugandi mannfélag, og er ein mesta fyrirstaða gegn sönn-
um framförum. (46-47)
Pó að kristileg viðhorf einkenni söguna tekur höfundur
gagnrýna afstöðu til samfélagsins, sýnir til að mynda hverj-
ar afleiðingar það getur haft að skerða rétt fólks til að á-
kveða eigið líf. Að þessu leyti boðaði Aðalsteinn árið 1877
þá gagnrýnu bókmenntastefnu, sem upp reis næsta áratug
á eftir. Varla þarf að velkjast í vafa um afstöðu Páls hefði
hann haldið áfram að skrifa þá. Ef nokkuð var þróaðist
hann til róttækni með árunum. Um það vitna bréf hans frá
upphafi 9unda áratugarins. Dæmi: