Studia Islandica - 01.06.1986, Page 83
81
Jeg hef sem prestur hafnað öllu dogmatísku rugli og kenni „veraldlega“o:
að maður tæpast muni lifa hinu lífinu sem maður, ef maður lifir þessu sem
golþorskur eða verr.34
[. . .] jeg er, vona jeg, laus við allar guðfræðiskreddur, og álít meira að
segja prjedikunaranda presta vorra sálardrepandi svívirðing, og oss, ef til
vill, heldur ver farna en þá er vjer trúðum á Pór.,s
Jeg er sannfærður um, að hjer er fyrir höndum mikil andleg revolution,
og hún mun frelsa þjóðina.36
Þrátt fyrir þessar uppreisnargjörnu og „realisku“
skoðanir er Aðalsteinn rómantísk saga, heimsmynd hennar
björt og jákvæð. Það samrýmist gjörla lífsviðhorfi höf-
undarins eins og það birtist í fyrirlestrum hans: trú hans á
framtíð og lífskost. Um það verður að lokum vitnað til
Valdimars Briem, sem sagði í ritdómi um prédikanasafn
Páls árið 1894:
Hann [Páll] gefur hinar glæsilegustu vonir um framtíðina, vonar að allt
muni fara batnandi, eptir því sem tímar líða, unz jörðin verður aptur að
nokkurs konar Paradís; að minnsta kosti standi það í valdi mannanna sjálfra
að gjöra hana þannig, og aðalráðið til þess sje frelsi, samfara því að beita
skynseminni rjettilega.37
III.4 Á föðurvaldi: Torfhildur Þ. Hólm
Torfhildur Þorsteinsdóttir Hólm sendi frá sér sín fyrstu
verk á 8unda áratugi 19du aldar. Það voru Ijóð og smásög-
ur sem birtust í tímaritinu Framfara í Vesturheimi. Árið
1882 gaf hún síðan út sína fyrstu skáldsögu Brynjólf Sveins-
son biskup. í kjölfar hennar fylgdu meðal annars þrjú stór
söguleg skáldverk með efni úr kristnisögu: Elding, Jón
biskup Vídalín og Jón biskup Arason. Þessar sögur eru nú
flestum gleymdar, enda er skáldskapargildi þeirra ekki
mikið. Hins vegar eru þær merkur þáttur í hugmyndasögu
íslenskra bókmennta. Hér á eftir verður megináhersla lögð
á fyrstu skáldsögu Torfhildar enda stendur hún hinum að
mörgu leyti framar.
6