Studia Islandica - 01.06.1986, Page 86
84
lífsfyllingu og bægir frá hinu illa, ekki ást til konu. Þau orð,
sem Torfhildur leggur Jóni biskupi í munn, einkenna
mannskilning hennar almennt. Hún álítur í anda rétttrún-
aðar að mannssálin sé skipt, í senn hrein og spillt, göfug og
ill, en leggur í andstöðu við hann ofuráherslu á þýðingu
jarðneskrar ástar. Jón biskup staðhæfir þannig að óheft ást
glæði hið góða og komi í veg fyrir að maðurinn falli í vald
hins illa. Hún hefur að hans mati úrslitaþýðingu. Af þeim
sökum segir hann skilið við „guðs boð að heiðra foreldra
sína og hlýða þeim“,41 og velur samkvæmt tilfinningum
sínum, einn örfárra í sögum Torfhildar.
Margar mannlýsingar Torfhildar eru byggðar á þeim
mannskilningi, sem hér hefur verið lýst. Gott dæmi er
Gottskálk biskup í Jóni biskupi Arasyni. Hann er ekki
miskunnarlaus fantur, eins og í þjóðsögunni, heldur
ógæfusöm manneskja, sem sviknar vonir hafa eitrað.
Grimmd hans af því sprottin að hann fær ekki notið „hins
hreinasta" í sál sinni, líkt og Jón biskup, friðlaus í sjálfum
sér á braut, sem hann getur ekki snúið af. Gottskálk verður
„hinu óhreinasta“ að bráð vegna vonbrigða og særðrar
sjálfskenndar; kona hafði brugðist honum, hafnað ást
hans, forsmáð hann. Líf hans allt snýst um hefnd, sárið
gamla líkast krabbameini, sem hefur heltekið hann og
svipt allri sálarró. Undir lokin snýst svo hefndarhugsunin
gegn honum sjálfum. Honum verður ljóst að hann hefur
sungið sjálfan sig í bann með hatri sínu— og deyr í örvilnan.
Árið 1879 birti Torfhildur smásöguna Seint fyrnist forn
ást í tímaritinu Framfara. Hún er byggð á svipaðri formúlu
og sögur Jóns Thoroddsens. Túlkun efnisins er hins vegar
með nokkuð öðrum hætti þótt hún feli einnig í sér tilfinn-
ingasama trú á „ósigrandi mátt ástarinnar“. Söguhetjur
Jóns sigruðu af því þær geymdu fjöregg sitt og seldu það
ekki í hendur ófyrirleitins ættingja. Voru að því leyti frjáls-
ar þótt þær gerðu ekki opinskáa uppreisn. Kvenhetja Torf-
hildar hlýðir hins vegar tillitslausu valdboði og hlýtur fyrir
það hylli höfundar. Hún beygir sig fyrir föðurvaldi „sem