Studia Islandica - 01.06.1986, Page 88
86
staklingsbundnu dæmi. Foreldravaldið sem slíkt er hafið
yfir allan efa. Þetta er einnig skýrt í Jóni biskupi Arasyni,
í lýsingu Þórunnar, dóttur biskups, sem er alkunnur
skörungur í íslandssögunni. í sögu Torfhildar fellir hún
hug til pilts á unga aldri en rís þó aldrei til varnar tilfinning-
um sínum, eins og ætla mætti. Faðir hennar kemur henni í
hvert hjónabandið á fætur öðru án þess svo mikið að
grennslast fyrir um vilja hennar. Það er ekki fyrr en eftir
dauða hans að Þórunn nær saman við elskhuga sinn. Hvað
sem allri sannsögu líður þá gætir engrar gagnrýni í frásögn
Torfhildar. Samúðin og siðavendnin leikast á með sigri
þess síðarnefnda.
Elskhugi Þórunnar er fátæklingur í upphafi en auðgast
smám saman uns hann verður henni samboðinn. Róman-
tísk ummyndun af slíku tagi sameinar einnig persónur
smásögunnar. Anna kemst yfir fjármuni, sem hún notar til
að styrkja Sigurð á laun án þess að hann viti af. Hann brýst
í gegnum skóla og fær að prófi loknu sýslumannsembætti á
bernskuslóðunum. Samtímis versnar hagur Ólafs svo mjög
að vensl keppinautanna umskautast: kotastrákurinn erfir
ríkið en ríkiserfinginn kotið. Við dauða Ólafs búast flestir
við að Sigurður biðji Önnu - ekki síst faðir hennar með
nagaða hnúa. Sigurður bregður hins vegar á það ráð að
kvænast bláfátækri stúlku. Reynir, líkt og Gottskálk, að
niðurlægja gömlu unnustuna með því. Hefndin snýst hins
vegar gegn honum sjálfum er hann fréttir að Anna hafði
kostað hann til náms. Hún stendur upprétt eftir, alltaf söm
við sig í dygð og skyldurækni. Sigurður hins vegar hafði
hleypt sora í eigin bráð, látið stjórnast af „lágum hvötum“
og með því lítillækkað sjálfan sig, eða eins og Anna segir:
„Sigurður er að vísu gimsteinn", sagði hún, „en einn af þeim, sem þarf
heilan mannsaldur til að slípa, því það, sem hans heita og viðkvæma hjarta
les honum fyrir, dregur þessi kalda veraldarspeki óðar strik yfir.“ (122)
Af þessum sökum hafnar Anna bónorði Sigurðar eftir að
eiginkona hans er látin - staðföst eins og fjall sem gýs inn