Studia Islandica - 01.06.1986, Side 91
89
eyðilegging“, hin forna dýrð sundurtroðin af „hesta-,
sauða- og mannafótum“. (2) Myndin opnar söguna og
speglar um leið grundvallarhugmynd hennar: að jarðnesk
dýrð er svipul sem og allt mannlíf, forgengileg. Þessi hug-
mynd dýpkar í röð atriða í I. kapítula. Sorg hvílir yfir Þing-
völlum vegna fráfalls ungs biskups, sem aðeins hafði setið
á stóli í örfá ár. Á staðnum bíður og annar stórhöfðingi
dauða síns. Báðir eru dæmi um óstöðugleika mannlegrar
hamingju, hverfulleikann, sem engum óskum þyrmir. í
þessum kapítula birtist Brynjólfur lesanda sem ungur og
framgjarn höfðingi. Hann hyggst hafna biskupsdómi og
setjast að erlendis, móta sér glæsta framtíð sjálfur, treður
um leið á tilfinningum sínum og svíkur konu, þar sem hún
er af „krenktu blóði“, í þeirri trú að holdsveiki gangi í
ættir. Ekkert má koma í veg fyrir hamingju hans. En báðar
þessar ákvarðanir reynast gagnslausar. Mótspyrna Brynj-
ólfs gegn biskupskjöri kemur fyrir ekki, varkárni hans í
kvonbænasökum hindrar ekki að ætt hans máist af jörðinni
um síðir. Saga biskups felst þannig í sársaukafullri upp-
götvun þess að „maðurinn ekki æfinlega ráði hvert sporin
liggja, þó að hann hyggist geta það.“ (7) Honum er, með
orðum Þórðar í Hítardal, hætt við að verða „eins dramb-
látur og Neró og eigingjarn eins og Akab“; (16) tillitslaus
vilji, sjálfsþótti, ofurtrú á eigin skynsemi eru þeir brestir,
sem skapa honum tragísk örlög. Höfundur dregur þannig
ekki dul yfir neikvæða þætti Brynjólfs þótt lýsing hans ann-
ars einkennist af hömlulítilli aðdáun. Biskupinn er ekki
fullkomin hetja heldur veikleikanum háður, eins og aðrir
dauðlegir menn.
Atburðarás skáldsögunnar er mynduð af röð ástarsagna,
eins og fyrr er getið. Sú fyrsta lýsir ástamálum Brynjólfs
sjálfs. Hann er skiptur á milli tveggja kvenna, Kristínar og
Margrétar, en lætur að lokum skynsemina ráða og velur
Margréti þótt hann hafi áður hálfvegis beðið Kristínar.
Brot og sekt fylgja honum þannig inn í hjónabandið.
Ástæður Brynjólfs eru einfaldar: Margrét er ættgöfugri og