Studia Islandica - 01.06.1986, Side 96
94
Gestur komst að orði. Raunsæishöfundarnir fjölluðu um
siðferðilegan grundvöll mannfélagsins. Þeir vildu breyta
veruleikanum með því að lýsa honum á gagnrýninn hátt,
litu á sjálfa sig sem lækna mannfélagsmeina. Afstaða
þeirra kemur glöggt fram í fyrirlestri Gests, Nýja skáld-
skapnum, sem hann flutti árið 1888. Þar sagði hann meðal
annars:
Skilyrðið fyrir andlegum framförum verður þess vegna byltingar í hugsun-
arhættinum. En skáldskapurinn er einmitt ekki einungis það bezta, heldur
líka hið venjulegasta meðal nú á tímum til þess að breyta hugsunarhættin-
um. [---] Ég hef enga minnstu von um nokkurt andlegt líf, nokkra and-
lega framför, eða nokkra bærilega framtíð fyrir fslendinga, fyrr en skáldin
fá á einhvern hátt að njóta sín, því þá fyrst er mögulegt að einhverja ljós-
skímu leggi inn í alla þessa þoku, sem liggur svört eins og myrkrið og þung
eins og martröð yfir öllum hugsunarhættinum á íslandi.48
Að mati Gests er skáldskapurinn öðrum þræði vopn í
pólitískri menningarbaráttu: fyrir tilfinninga- og sam-
viskufreslsi, sannleika í boðun og líferni, gegn skinhelgi og
arfteknum fordómum. Afstaða Þorgils gjallanda var enn
afdráttarlausari, enda voru stjórnmálaskoðanir hans til
muna róttækari. Fyrsta bók Þorgils var þannig í hans huga
fyrst og fremst áróðursrit fyrir byltingarsinnuðum skoðun-
um, markmið hennar að vekja umræðu og deilur. Þetta
kemur vel fram í bréfi hans til Benedikts á Auðnum árið
1892:
Sögurnar eru búnar að gera það, sem mig að vísu dreymdi um, en þorði
aldrei að trúa, aðeins lítillega að vona. Þær hafa skekið fólkið ofurlítið til á
flossessunum sínum, og drottinssmalarnir hafa fengið kláðafiðring t kollinn,
biskupinn sjálfan klæjaði ofarlega í hlustimar í sumar.49
Þessar yfirlýsingar sýna glöggt breytta stöðu prósaskáld-
skaparins. Höfundarnir vilja hefja hann af stigi einfaldrar
afþreyingar og gera hann að virku baráttutæki. Markmið
þeirra krefst siðlegrar hluttöku af lesandanum í mun ríkari
mæli en áður tíðkaðist. Hann er ekki lengur yfirvald, sem
höfundur þóknast, heldur móttakandi, sem höfundur gjör-
ir kröfu til og vill hafa áhrif á. Forsenda þessarar breyting-
ar var í senn bókmenntaleg og pólitísk. Raunsæishöfund-