Studia Islandica - 01.06.1986, Blaðsíða 103
101
Jóns Trausta o. fl. Hann er gjarna mótaður af kúgandi
raunveruleikalögmáli: harðneskjulegur faðir, fólskur flag-
ari eða talhlýðinn heigull, fulltrúi lífsfjandsamlegrar reglu.
Til samanburðar má benda á verk „rómantíkera“. í þeim
gegnir karlhetjan oftast nær lausnarahlutverki. Hann
bjargar kvenhetjunni úr klóm flagara, hefur hana upp í
yfirstétt og tryggir henni örugga framtíð. Karlhetju raun-
sæisins skortir ekki aðeins lausnarmátt heldur og sannleika
rómantísku hetjunnar. Kvenhetjur þess eru á hinn bóginn
málsvarar lífsvaldandi sköpunarmáttar eða guðlegs hrein-
leika, kenndir þeirra sannar og upprunalegar. Kvenper-
sónur eins og Þuríður á Borg í Kœrleiksheimilinu og Borg-
hildur í Heiðarbýlinu sanna aðeins regluna. Þær hafa inn-
limast í hina karllegu reglu og svikið það, sem hefur kon-
una yfir karlinn að mati raunsæishöfunda. Frá öllu þessu
eru svo ýmsar undantekningar, eins og koma mun fram.
Raunsæishöfundarnir voru ekki samlitur hópur þótt þeir
ættu margt sameiginlegt. Sumir, eins og Einar H. Kvaran
og Jón Ólafsson, lögðu megináherslu á sálarlífslýsingar.
Aðrir, eins og Gestur og Þorgils gjallandi, höfðu fyrst og
fremst áhuga á félagslegum aðstæðum manneskjunnar.
Þessi mismunur kemur glöggt fram í frásögn nokkurri eftir
Einar H. Kvaran um Gest Pálsson. Þar segir meðal annars:
Eg átti einu sinni í Kaupmannahöfn tal við hann um sögu, sem mig lang-
aði til að semja. Efninu, sem eg var þá að hugsa um, hef eg alveg gleymt.
En eg man, að hann tók þessu heldur fálega og spurði mig, hvort eg ætlaði
að láta mér nægja að rita skapferlislýsingar einstakra manna. Mér þótti það
ærið verkefni, ef það væri vel af hendi Ieyst. Honum þótti tiltölulega lítils
um það vert. Það var barátta einstaklinganna við mannfélagið, er þeir
lentu í, gagnrýnin á þjóðfélagssyndunum, það sem nefnt hefur verið hinn
sociali róman, er eindregið vakti fyrir honum.57
Þessi frásögn bendir til að raunsæishöfundarnir hafi frá
upphafi hneigst til tveggja átta þó að allir væru þeir í meira
lagi gagnrýnir á samtíð sína. Sumir hölluðust að sálfræði-
legu raunsæi en aðrir að félagslegu raunsæi. Gestur var tví-
mælalaust í síðari hópnum. Hann reit sögur sínar með