Studia Islandica - 01.06.1986, Side 110
108
hver verður að leita hans í eigin lífi, hann er „herfang, sem
hver einstakr verðr að berjast til“. (11,47) Sögumaður
hafnar m. ö. o. öllum trúarkreddum. Trúin býr að hans
dómi síst hjá þeim, sem þykist hafa höndlað fullkomna
vissu. Trúin er ekki kyrrð heldur sífelld hreyfing eða leit
því að „inn fulla sannleik, finnr mannkynið aldrei, en það
nálgast hann.“ (11,47)
Ofangreind viðhorf eru í sjálfu sér náskyld skoðunum
Gests Pálssonar. Jón setur líkt og hann sannleikann ofar
öllu. Báðir trúa því að lífið sé framsækið og stefni í átt til
fullkomnunar. í þessu sambandi má minnast lokaorða
Gests í fyrirlestri hans, Menntunarástandinu á íslandi:
Og hvað margbrotin og misjöfn sem trú vor er, hvort sem vér erum
kristnir, Gyðingar eða heiðingjar - eitt er það, sem okkur öllum kemur sam-
an um, og eitt er það, sem við allir trúum á, ef við annars hugsum, og það
er, að til séu eih'far hugsjónir til að lýsa og friða mannkynið, og að öll sönn
mann-ánægja sé að lifa í þeim og fyrir þær, og það getur hver maður að ein-
hverju leyti og á einhvern hátt, af því að í hverju einasta mannsbrjósti er
fólginn einhver neisti frá alheims-Ijósinu.62
í fyrrnefndri grein um Túrgenéf segir Brandes að dýr-
ustu hugsjónir mannsandans séu þoka og reykur og náttúr-
an hið eina sanna.63 Grein Gests sýnir að slíkar hugmyndir
voru honum fjarlægar. Hann var hughyggjumaður líkt og
Jón Ólafsson, hvorugur eindreginn natúralisti.
3) Sátt—*dauði: Þegar sögumaður hittir Eyvind að nýju
er hann gjörbreyttur maður, þunglyndið af eins og dögg
fyrir sólu. Honum hefur tekist að ná sáttum við sjálfan sig
og öðlast nýja trú á lífið. Ástæðan er sú að hann hefur hrif-
ist af glæsilegri konu og eignast með henni barn: „Ó, hvað
ástin gerir mann lukkulegan, og hvað mér finst alt, sem ég
hefi liðið, vera nú létt móti láni því sem ég nýt nú.“ (111,24)
En Eyvindur getur ekki unað í hamingju sinni, nema með
því að þagga niður í rödd skynseminnar. Hann segir: