Studia Islandica - 01.06.1986, Síða 117
115
ákveðnum reglum. Makavalið er stéttbundið og hagrænt
fyrirbæri, ástir á milli ungmenna úr mismunandi stéttum
óleyfilegar. Jón er hluti af yfirstéttinni, mótaður af hugsun-
arhætti hennar og kúgandi uppeldi móður sinnar. Anna er
hins vegar bláfátæk vinnustúlka, alin upp á sveit. Sam-
dráttur þeirra er því hættulegur þeim, sem valdið hafa og
reyna að halda við óbreyttu ástandi. Málflutningur Þuríður
er gott dæmi um hugmyndafræðilega yfirbreiðslu:
[. . . ] það er verið að eigna þér sveitastelpu, sem enginn veit, hvort
nokkurntíma hefur átt föður eða móður, og á ekki skóbótarvirði.[-] t>ú
veizt, að það er kristileg skylda mín að sjá um, að þú gerir ekki honum föð-
ur þínum í gröfinni eilífa skömm. Pú ættir að kunna svo kristindóminn þinn,
að þú vissir, að þú átt að heiðra föður þinn og móður. [--] Kristilegu
framferði og siðferði hef eg til þessa getað haldið á mínu heimili . . . (29-
30)66
í sögunni er dregin upp skýr einstaklingsmynd af Þuríði,
en hún er ekki aðeins fulltrúi sjálfrar sín, eins og til dæmis
Sigvaldi í Manni og konu, heldur og skipulags í sjálfsvörn.
Kerfið byggist á því að ástríðum sé haldið í skefjum og
leyfir ekki brot, sem draga nauðsyn þess í efa. Yrði þörfun-
um gefinn laus taumurinn riðuðu stofnanir þess til falls:
hjónabandið, stéttin, kirkjan. Þörfin á stjórnun er ef til vill
hvergi „nauðsynlegri“ en í örsmárri sveit, þar sem stéttirn-
ar búa í sambýli hver við aðra. Elskendurnir í sögunni eiga
þannig ekki aðeins í höggi við kaldrifjaðan einstakling
heldur heila samfélagsskipan.
Ástarsögu Jóns og Önnu má skipta í þrjú stig. Hér á eftir
verður hverju og einu þeirra lýst:
1) Ómeðvitað ástand: Upphafsástandið er mun „blendn-
ara“ en gerist í viðkvæmnissögum. Höfundur dregur þegar
í byrjun upp mynd af samfélagi, sem er skipt og rotið.
Ungmennin virðast þó næsta ómeðvituð um það og dragast
hvort að öðru „ósjálfrátt“, bæði bernsk, saklaus og „voru
alltaf að gera að gamni sínu; það kom valla fyrir, að þau
töluðu eitt orð í alvöru.“ (26) Líf þeirra er leikur og öll