Studia Islandica - 01.06.1986, Side 132
130
mannskilning hans, sem á sínum tíma var býsna nýstárleg-
ur. Gestur Pálsson hafði öðrum þræði verið rómantíker og
skrifað um ídeal sem hann greindi í manneðlinu. Trú hans
á „guðdómsgneistann“ í manninum lá samfélagsádeilu
hans til grundvallar. Porgils var fráhverfur slíkum „ideal-
isma“. Forsenda hans var hinn náttúrlegi uppruni, dýrseðl-
ið. Þessi skilningur kemur hvað gleggst fram í smásagna-
safninu Ofan úr sveitum, 1892. í lengstu sögu þess, Gömlu
og nýju, kemst ein persónan, Steinar á Brú, svo að orði:
Já. - Dýrið ( manninum er sterkt, menn hafa aldrei fundið lagið á að
temja það. - En ósjálfrátt hafa menn frá ómunatíð fundið að það var til, og
að fjöturinn þyrfti sterkur á það, það braust út þó það væri bundið, og þá
loksins fengu menn guðlega tygilinn mjúkan og mjóan og teyggóðan eins og
silkiræmu, þessi Gleipnir átti nú að halda vonargandi hvers manns
bundnum. - Það er nú dagsatt að þanþolið er fjarska mikið í fjötrinum; dýr-
ið hefur ekki legið aðgerðarlaust eða í dái síðan; í rökkrinu og myrkrinu
hefur það gengið og fengið sér bráð, svona teyggott er nú guðlega
bandið . . . (65)74
Þjóðskipulagið hefur um aldir viðhaldið sjálfu sér með
því að leggja eðlishvatir manna í læðing. í þeirri þvingun-
arsögu hefur kirkjan gegnt stóru hlutverki. Hún hefur
reynt að temja manninn með því að innræta honum trúar-
setningar, en aldrei haft fullnaðarsigur því að náttúran er
náminu ríkari, eða eins og segir í málshættinum: Þótt nátt-
úran sé lamin með lurk . . . Þvingunin hefur hins vegar
spillt náttúrlegum hvötum, eða eins og málpípa höfundar í
Gömlu og nýju, Steinar á Brú, segir:
[. . .] dýrið í manninum sem upphaflega var fjörmikið og kraftasælt, sem
tók með hervaldi það sem það rændi, hitt var mest sem gekk viljugt á vald
þess - dýrið hefur ekki verið ljótt né viðbjóðslegt þá - það hefur bara verið
of kátt og brútalt. En í fjötrinum er það orðið lymskt og ljúgandi, stelandi,
síhungraður blóðdrekkur, sem ævinlega er á ferð í myrkrinu. Það er hálfu
verra í fjötrinum en áður og tíu sinnum Ijótara og viðbjóðslegra. (65)
Siðmenningin hefur, að dómi Þorgils, afskræmt
manninn, breytt honum úr heilbrigðu dýri í varg, sem leit-