Studia Islandica - 01.06.1986, Side 133
131
ar sér svölunar í myrkrum. Sjálfur ljósvakinn, eros, hefur
úrkynjast og sori komist í bráðina. í verkum sínum tekur
Porgils sér stöðu mannsins megin og stefnir rétti hinnar
náttúrlegu ástar gegn ríkjandi siðfræði. Ljóst er að hann
var meðvitaður um móthverfuna á milli vellíðunarlögmáls
og veruleikalögmáls í mannlífinu. Hins vegar er ekki jafn
ljóst hverja lausn hann hugsar sér á henni. Steinar á Brú
boðar að vísu sem allra mest frelsi og afnám þeirra arf-
kenninga, sem fjötra líf manna. Söguhetjur Þorgils taka og
flestar þátt í baráttu fyrir nýju samfélagi. En séu stærri
verk höfundarins lesin saman kemur í ljós, að nær allar
söguhetjur þeirra bíða ósigur, hamingjuleit þeirra lýkur í
algerum aðskilnaði, drauminum um sameiningu í martröð.
Lesandi hlýtur að velta því fyrir sér hvort vandinn felist í
siðmenningunni sem slíkri og, ef svo er, hvort lausn sé yfir-
leitt möguleg. Þorgils var alla tíð einkennilega skiptur hvað
þetta snertir, svartsýni og bjartsýni vógu salt í verkum
hans.
í öllum stærri verkum sínum fjallar Þorgils gjallandi á
opinskáan hátt um efni, sem áður voru lítt höfð í hámæl-
um: meinbugaástir, hjónabandsbrot og skírlífis, jafnvel
blóðskömm. Efnisvalið er að mörgu leyti svipað og hjá
Gesti Pálssyni, en ádeilan harðari og djarfari. Gestur lagði
til dæmis aldrei til atlögu við hjónabandið sem slíkt eins og
Þorgils, sem fjallar um siðfræði þess í fjölda sagna. Víðast
skipar hann því í andstætt skaut við ástina og sýnir hvernig
það getur orðið að helfjötri, skorti sanna tilfinningu, upp-
spretta dauða en ekki lífs. Gamalt og nýtt fjallar um þetta
efni, enda valdi Þorgils henni síðar heitið „Hjónaband“.
Gamalt og nýtt hefst með blessunarorðum prests yfir
brúðhjónum. Líkt og Gestur Pálsson notar Þorgils tækni
háðsins því hjónabandssagan, sem á eftir fylgir, reynist í
engu samræmi við kenninguna:
Æskan og sakleysið, sönn menntun og mannkostir hafa í dag tengst óslít-
andi böndum eilífrar ástar, í Drottins húsi, frammi fyrir alsjáandi Guði. Pað