Studia Islandica - 01.06.1986, Side 134
132
er fögur sjón að sjá hið hreina, góða, fagra og göfuga leggja persónulega
saman hendur, vita guðsblessun lagða yfir þær, sjá elskendurna tengjast
saman um tíma og eilífð. Þaö er í stuttu máli Paradís til vor komin, er eng-
inn vélafullur höggormur skríður kringum. (11)
Sagan öll leiðir í ljós að „paradísin“ er „helvíti" sálar-
stríðs og spillingar. Hún leiðir í ljós að hjónabandið er
stofnun, þar sem ófrelsið hefur fundið sér fast form. Það
skilur elskendur að, sundrar í stað þess að sameina og fella
í eitt, fjötrar og slítur í stað þess að eyða aðskilnaði.
Lengst af fylgir sjónarhornið Sigríði og má skipta reynslu-
sögu hennar í þrjú stig:
1. Ómeðvitað ástand: Þegar Sigríður giftist séra Guðna
er hún barn í hugsun, reynslulaus í ástamálum og mótuð
af lestri rómantískra lygibóka, sem gefið hafa henni al-
ranga mynd af lífinu:
Hún titraði, þegar hún las um hina fyrstu ást, skjálfandi, töfrandi og óróa,
en þó svo sæla. „Hin fyrsta ást er guðleg gjöf“, þessi orð hljómuðu í huga
hennar bæði vakandi og sofandi. Skáldin lofuðu ástina, hver sem betur gat;
kölluðu hana „himinborna", „himneska", „goðborna“, „guðdómlega",
„paradís jarðlífsins", „himnaríki á vorri jörð“ etc. (14)
Sigríður er þannig í upphafi ómeðvituð um þau lögmál,
sem stjórna mannlífinu, saklaust og hrifnæmt stúlkubarn.
Ekki bætir úr skák að hún hefur verið alin upp í hlýðni og
ósjálfstæði af ráðríkum foreldrum. Er því auðunnið her-
fang fyrir séra Guðna, nýskipaðan prest í dalnum. Hann
færir sér sakleysi Sigríðar í nyt, sér í henni arðsvon auk
þess sem hjónabandið býður upp á hvíld og þægindi.
2. Rof: Að tveimur árum Iiðnum kemur brestur í hjú-
skapinn. Drykkjuskapur, tillitsleysi og trúarhræsni séra
Guðna eyða sjálfsblekkingu Sigríðar. Henni verður ljóst
að prestur hafði gifst henni til fjár og að engin ást er á milli
þeirra. Uppgötvunin jafngildir falli: Sigríður vaknar af
rómantískum hugarórum sínum og verður fullorðin mann-
eskja á svipstundu. Smám saman eykst aðskilnaður hjón-
anna því þó að þau leiki stundum elskendur og hræsni ást