Studia Islandica - 01.06.1986, Page 143
141
Á því endurskoðunaraugnabliki breytist tungumál hennar
og tekur líkingu af glundroða, tortímandi eldi:
[. . .] hún hafði kveikt þann eld í eigin brjósti, sem var óslökkvandi; líkt-
ist Loga að því, að hann át alla hugsun, alla ró; viðkvæmu ástina til barn-
anna og skynsamlegar velsæmisreglur. Guðs orð gat ekki megnað að
slökkva þann eld, og ekki heitustu bænir. (114)
Frá upphafi einkennist samband Gróu og Geirmundar af
innri togstreitu. Bæði líta á tilfinningu sína sem hrösun og
brot, hún stríðir gegn dómi, sem þau bera innra með sér -
samviskunni. Geirmundi finnst hann hafa „ætt á götu synd-
ar og spillingar“ (115) og reynir að sporna gegn sjálfum sér
í upphafi en velur síðan leiðina á brattann, gegn straumn-
um. Gróa hefur úr hærri söðli að detta auk þess sem hún er
flóknari persónuleiki, klofin af tvöföldu siðgæði aldarinn-
ar. Hún getur ekki valið því hún er bæði-og-manneskja.
Reynir því að sameina ástlaust hjónaband og óleyfilegt ást-
arsamband, lifa samtímis í tveimur heimum. Á stundum
dreymir hana um að snúa baki við hlutgerðu lífi sínu sem
húsfreyja, en þegar á herðir missir hún móðinn. Erfiði og
lögleysi hins erótíska lífs vaxa henni í augum, fátæktin
skelfir og almenningsálitið:
Hverju ætti hún að svara Geirmundi, ef hann skoraði enn á hana að skilja
við manninn, húsin, börnin, eigurnar, þægilegar ástæður, vanann við góð
metorð heima og á mannfundum; taka aftur við skorti og fátækt; skilja við
blessuð börnin, láta slíta þau frá sér. Mæta hvarvetna lítilsvirðing, misk-
unnarlausum dómum og slaðri. Nei, það gat hún ekki gefið milli Brands og
Geirmundar, þó hún elskaði annan, eins og lífið í brjósti sínu, og hinn
ekkert. (138)
Hlutverk Gróu er hið sama og hálfmenna Gests Pálsson-
ar. Líkt og þau vekur hún söguhetjuna til vitundar um
sjálfa sig og samfélagið. Sálarlíf Gróu er hins vegar mun
margþættara. í persónulýsingunni leikast á skapgerð og
samfélag með þeim afleiðingum að ábyrgðin deilist næsta
jafnt. Gróa er afsprengi aðstæðna: uppeldis, kjara, atvika