Studia Islandica - 01.06.1986, Side 148
146
kvæðra þroskasagna opnast honum sýn í þær félagslegu
formgerðir, sem stríða gegn hagsmunum einstaklingsins.
Honum verður og ljóst að hugmyndafræði samfélagsins er
mannfjandsamleg. Sú uppgötvun knýr hann til andstöðu
við kirkjuna, sem viðheldur ástandinu með því að kúga
hugsanalífið. Að lokum rís hann gegn frumgildum sam-
félagsins, slátrar fénaði sínum og flyst úr sveitinni, sest að
á veitingahúsi í kaupstað, þar sem hann hyggst drekka sig
í hel. Segja má að „uppreisn“ Geirmundar jafngildi
uppgjöf, en í sjálfu sér getur hún vart róttækari verið. Hún
er níhílísk og stefnir út í tómið - alger höfnun, sem um
sumt minnir á örlög módernra söguhetja. Undir lok sög-
unnar hverfur Geirmundur þó aftur inn í samfélagið, stað-
ráðinn í að taka baráttuna upp á ný, „berja frá sér, ryðja
sér til rúms og láta skeika að sköpuðu.“ (232) Afturhvarf
hans er á vissan hátt sigur í ósigri, því að það þýðir að
mannfélagsreglunni hefur ekki tekist að sigra mann-
eskjuna, að mótþróinn mun halda áfram: að enn er von.
Geirmundur einsetur sér að sligast ekki undan byrðinni og
lifa til þrautar þrátt fyrir písl sína. Að því leyti er hann
fyrstur í röð fjölmargra söguhetja, sem bera óhallt höfuð í
mótlætinu, ósigranlegar í kvöl sinni og ósigri. Á eftir hon-
um koma persónur á borð við Höllu Jóns Trausta: fórnar-
hetjurnar.
Gamalt og nýtt og Upp við fossa eru skrifaðar af miklum
ástríðu- og ádeiluþunga. Þorgilsi gjallanda er heitt í hamsi
og ódeigur að bera vopn á samtíð sína. í þeim sögum, sem
hann skrifaði eftir aldamótin, mildast hins vegar gagnrýnin
þótt alla tíð gæti andúðar á siðferðilegum tvískinnungi,
hugmyndakreddum og tilfinningaþrælkun. Próun Porgils
fylgdi breyttum tíðaranda í bókmenntum, nýir straumar
sveigðu raunsæismanninn til táknsæis og tilfinningahyggju,
mannskilningurinn varð ídealískari, lífsskoðunin sáttfús-
ari. Ofurviðkvæmni loddi við Þorgils alla tíð en í seinni
verkum hans verður hún stundum yfirþyrmandi. Þess gætir
einkum í sögum um meinbugaástir, sem áfram urðu uppi-