Studia Islandica - 01.06.1986, Page 161
159
túlkun kristindómsins. Segja má að trú þeirra hafi framar
öðru verið mannúðarhyggja, grundvölluð á siðfræði Nýja
Testamentisins; sumir þeirra hneigðust og til spíritisma.
Guðmundur Friðjónsson hafði nokkra sérstöðu í hópnum.
Hann braut upp hinn hefðbundna stíl og tengdi saman ljóð
og frásögn, auk þess sem hann hallaðist að ídealisma. Verk
hans eru að sumu leyti lokapunktur á langri línu, eins og
fram kemur í þessum og næsta kafla.
V. 1 Tregaslagur einfætlings: Jónas Jónasson
Jónas Jónasson frá Hrafnagili hreifst á sínum tíma af
raunsæisstefnunni og skrifaði blaðagreinar, þar sem hann
bar högg af höfundum hennar. Sjálfur ritaði hann fjöl-
margar sögur í raunsæislegum anda með hvössum ádeilum
á félagslegt ranglæti og spillt hugarfar. Gagnrýni hans
beindist ekki síst gegn valdníðslu klerka og embættis-
manna, ágirnd, hroka, ofstæki og sníkjulífi. Jónas gekk þó
ekki með í flokki raunsæishöfunda því að sýn hans á sögu
og samfélag var hefðbundin, mannskilningur hans kristi-
legur. Verk hans búa ekki yfir þeirri ögrun, sem einkennir
raunsæisverkin. Það sætir raunar lítilli furðu sé persónuleg-
ur ferill Jónasar athugaður. Hann mun hafa lesið Georg
Brandes á skólaárum sínum í Prestaskólanum en verið
undir miklum áhrifum heittrúarstefnu á fyrstu prestskapar-
árum sínum, enda var biblíugagnrýni þá ekki komin í
tísku. Síðar meir breyttust skoðanir hans, hann varð frjáls-
lyndur í trúmálum og hafnaði útskúfunarkenningu og ein-
strengingshætti, varð og sannfærður spíritisti eins og Einar
H. Kvaran. Mun hann þá hafa öðlast „bjargfasta vissu um
kærleiksríka leiðsögn himinvaldanna og þróunarmöguleika
mannssálarinnar, þrátt fyrir víxlsporin hér í lífi“, að sögn
sonar hans, Friðriks J. Rafnars.91 Slíkrar vissu gætir í verk-
um eins og Úr blöðum Jóns halta, þótt þau séu að öðru
leyti næsta jarðbundin og raunsæisleg.
Kristilegur mannskilningur Jónasar birtist glöggt í per-
sónulýsingum hans. í þeim styðst hann við hina hefð-