Studia Islandica - 01.06.1986, Page 164
162
sviplegan hátt og kemst á framfæri sveitar. Á lOunda ári er
hann settur niður hjá efnuðum bónda, Halli í Skriðu. Þar
kynnist hann því svo um munar að aum er niðursetnings-
ævin. Líf hans verður verra en dauðinn og hin tiltölulega
eining bernskunnar hverfist í hreinustu martröð.
Hið samfélagslega jafnvægi byggist á harðneskjulegri
undirokun. Hallur er einvaldur á heimili sínu, miskunnar-
laus harðstjóri, sem allir verða að hlýða. Á fáeinum árum
tekst honum að berja alla lífslöngun úr Jóni. Hlýjar tilfinn-
ingar visna og kulna, „ísingin“ leggst utan um hann. Hugs-
unarlíf drengsins mótast af þessum aðstæðum. Guð tekur
jafnvel á sig mynd Halls, verður að refsiguði, miskunnar-
lausum og grimmum. Hann sætir andlegum og líkamlegum
misþyrmingum, sultur og þrælkun eru hans daglega brauð,
óttinn og kvölin. Þótt einstaka menn reyni að koma honum
til hjálpar mega þeir sín lítils. Hámarki nær þjáning hans
þegar hann eitt sinn er rekinn til að leita kinda; hann villist
á fjalli, dragnast áfram magnvana af kulda og vosbúð,
nærri dauður:
Eg sá ekkert frá mér fyrir sótþoku, og stormurinn og hrakviðrið lamdi um
mig. I’egar eg var kominn upp úr skarðinu, vissi eg ekkert hvert eg átti að
leita. Eg var orðinn holdvotur, og það var svo hvast, að eg réði mér varla.
Eg fann að eg var alls ónýtur til þess að gera það, sem eg átti að gera, en að
fara heim þorði eg ekki fyrir mitt líf, - eg þóttist vita, að eg yrði drepinn, ef
eg kæmi heim ærlaus. (103)92
Heimur hreppsómagans er demónskur og tekur líkingu
af helvískum kvalastað, „náströnd“, eins og hann kallar
sveit sína síðar með skírskotun til Völuspár: „Sal sá hon
standa / sólu fjarri / Náströnd á, / norðr horfa dyrr.“
Á 14da ári losnar Jón af klafanum og kemst frá Skriðu.
Ævi hans tekur nú stefnu upp úr „vítinu“, honum eflist
andlegur og líkamlegur þróttur og öðlast lífstrú að nýju.
Um tvítugt yfirgefur hann sveit sína og heldur af stað í
suðurátt í leit að gæfu og frelsi.
Framvindan í fyrsta þættinum tekur líkingu af U; sögu-