Studia Islandica - 01.06.1986, Síða 166
164
Jón. Foreldrar hennar „ voru vel við efni og þóttu sóma-
hjón í sveit“, (148) heimilismynstrið þó líkt og á Skriðu,
því faðirinn er húsbóndi yfir lífi allrar fjölskyldunnar. Sam-
úð og aðhlynning Signýjar lina þrautir Jóns, en vekja um
leið forboðnar tilfinningar. Honum verður ljóst að hann
elskar stúlkuna „með þeim ofsa og eldi, sem skapstór og
tilfinningaríkur þroskamaður elskar með, þegar ástin hel-
tekur hann í fyrsta sinn.“ (169) Signý svarar og á líkan
hátt: „Ó, eg get ekki ráðið við það — eg elska þig svo
mikið.“ (170)
En tálminn í vegi þeirra getur vart verið stærri: hann er
farlama sveitarlimur, hún efnuð heimasæta. Hvorugu dett-
ur í hug að gera opinbera uppreisn og heimta rétt sinn.
Jóni finnst hann ekki hafa leyfi til að njóta Signýjar, siða-
boðin eru honum í blóð borin og valda samviskubiti og
hugarkvöl: „Eg fann það og sá, að þar við lá manngildi mitt
og sómi, að eg léti þessa tilfinningu mína aldrei í ljósi,
aldrei, hvorki með orðum, augnaráði né látbragði; eg varð
að sitja um sjálfan mig, vera altaf á verði til að dylja þetta,
bæði fyrir henni og öðrum.“ (170)
í sögunni er notað gildishlaðið tungumál um tilfinningar
elskendanna. Jón elskar með „ofsa og eldi“ og Signý logar
með svipuðum hætti, hjörtu beggja brenna af „logheitri
löngun“. Ástin er ósjálfræði, einstaklingurinn þrýstist af
hinum gullna meðalvegi gegn vilja sjálfs sín inn í tilvistar-
ástand, sem er gjörólíkt hinu hversdagslega. Líkingar höf-
undar eru hefðbundnar, en afstaða hans gagnvart ástand-
inu tvíeggjuð. Jón elskar „eins og vitlaus maður“ og Signý
sveiflast á milli sjúklegra geðbrigða; á einum stað er geð
hennar skýrt með taugaveiklun: „Það var einhver veikla í
henni, sem braust nú út, einhver æst viðkvæmni, sem eg
man ekki eftir að væri tíð á stúlkum þá; en eg hefi tekið eft-
ir því, að það er ekki óalgengur sjúkdómur nú á síðari
árum.“ (171) í þessum orðum mælir höfundur sjálfur í
gegnum sögumann, tvískinnungur hans gagnvart söguefn-