Studia Islandica - 01.06.1986, Side 170
168
gera „of“ miklar kröfur á hendur þeim. En hinn félagslegi
veruleiki er flóknari en æskuveröld Höllu, fullur af and-
stæðum, ranglátri skiptingu og stéttarlegum aðskilnaði,
sem Halla öðlast smám saman skilning á. Vitundarvakn-
ingin á ekki síst upptök sín í skapgerð hennar. Hún er sak-
laus en stærilát og leikur sér ósjaldan að tilfinningum
karlmanna, hefur gaman af hálfkveðnum vísum, leik að
eldi. Örlög Höllu ráðast af því að hún „unir ekki í hami
sínum“ og rís gegn leikreglum bælingarinnar, ómeðvituð
þó um afleiðingar þess.
Tilkoma Halldórs prests gjörbreytir tilveru Höllu. Sam-
ræmið gliðnar og hún uppgötvar veruleika kynlífsins,
leiknum lýkur, sálarfriðurinn úti. Halldór kveikir í henni
„eldsvoða“, sem hún ræður ekki við:
Loks var sem ein tilfinning brytist fram í gegnum allar aðrar. Brytist út frá
hjartanu og sendi logandi heitan straum út í hverja æð og hverja taug,
hverja lífsfrumlu í öllum líkama hennar. — Tilfinning ósegjanlegs unaðar.
(1.93)
í upphafi vonar Halla að samfélagið samþykki ást þeirra
Halldórs. Hann er hins vegar meðvitaður um það frá upp-
hafi að samband þeirra er brotlegt, enda giftur, „fall“ hans
þó ekki uppreisn heldur flótti eða uppgjöf, forsendur þess
fólgnar jafnt í skapgerð hans og ytri aðstæðum. Gefið er til
kynna að Halldór sé skemmtanafíkið borgarbarn, sem alls
ekki á heima í einangraðri sveit. Þar setjast að honum leiði
og einmanaleiki, enda eru dagarnir hver öðrum líkir, um-
hverfið kuldalegt og húsakynnin hrörleg. Honum líður líkt
og væri hann „fangi í klefa“, staðurinn líkastur dýflissu eða
eyðimörk, demónskum kvalastað: „Hér var alt hrjóstrugt,
blásið og brunnið, alveg eins og eyðimörkin, afneitunar-
landið, höfuðskeljastaðurinn, sem líf hans átti nú að liggja
yfir.“ (1.67) í upphafi einsetur Halldór sér að lifa fyrir
skylduverkið og verða „trúaðra fyrirmynd í lærdómi,
hegðun, elsku, trú og skírlífi“. (1.45) Ætlun hans er þó
ekki annað en stormur í vatnsglasi, því einlægnina, trúna,