Studia Islandica - 01.06.1986, Síða 173
171
hylmingin og flóttinn á heiðina höfðu hrakið barnið og í
raun leitt það til dauða. Hún hafði falið sannleikann um
faðerni barnsins, gengist á þann hátt undan ábyrgð og
byggt sitt nýja líf á lygi. Tilraun hennar verið brot gegn
„siðfræði lífsins“ og kallað á óstöðvandi tortímingarfram-
vindu: sá sem vill sköp skirrast og rís gegn forsendum
sínum, sá sem reynir að móta framtíðina að eigin geðþótta
án tilits til liðinnar stundar, sá fær sköpum að mæta svo um
munar (Gunnar Gunnarsson). Uppgötvun Höllu felur í sér
straumhvörf: henni verður ljóst að sjálf hefur hún skapað
líf sitt, að ógæfan er ekki aðeins afsprengi ytri áfalla heldur
og framvindu, sem hún vakti sjálf. Halla vaknar, með öðr-
um orðum, til sektar og ábyrgðar, líður vítískvalir, en tekst
að lokum að endurheimta jafnvægi að nokkru, „afplána“
sekt sína: „Þá fanst henni sjálfri líkast því, að hún væri að
byrja nýtt líf, - á líkan hátt og sakamaðurinn, sem þolað
hefur hegningu sína, fagnar því að vera aftur kominn í sátt
við guð og menn.“ (11.159)
Á þessu stigi öðlast Halla reynslu, sem gerir henni kleift
að axla hlutskipti hetjunnar. Hún ákveður að fórna sér fyrir
aðra, takast á við erfiðleikana, æðrulaust, og lifa sig í sátt
við kjörin með kærleikann og sannleikann að leiðarljósi.
Framvindan í þessum hluta sögunnar er þannig andstæð
því sem er í fyrstu bók, líkust réttu U. Ekki er þó um sælu-
lausn að ræða og samræmið af öðru tagi en hið ómeðvitaða
fyrrum, vaxið af kvöl og reynslu, en ekki sakleysi og óvit-
und. Hin sársaukafulla upplifun fylgir Höllu, en hún getur,
líkt og Guðný í Á botni breðans eftir Gunnar Gunnarsson,
unnið lífið með því að fórna því, spornað gegn sársauka og
dauða, tekið því sem að höndum ber. Leið Höllu upp úr
„víti“ hefst, þrautaþung - en hetjuleg á við „upprisu"
Guðnýjar.
Annar sögustrengur skáldverksins (3. og 5. hluti) lýsir
forboðnu ástarævintýri líkt og sá fyrsti. Enn eru ungir
elskendur slitnir í sundur, en með alvarlegri afleiðingum
en í fyrra skiptið; munurinn sá að nú er Halla hjálparhella