Studia Islandica - 01.06.1986, Page 178
176
Pó að saga Jóns Trausta sé byggð upp á demónskum at-
burðarásum endar hún þó ekki í svörtu. Slíkt virðist að
vísu hafa vakað fyrir höfundi við lok fyrstu bókar, en
tíminn sem líður frá útkomu hennar til þeirrar síðustu,
fimm ár, hefur breytt viðhorfi hans til söguefnisins. Síðustu
kaflarnir eru tilraun til að fella í eitt það sem áður var brot-
ið og lokaorðin fela í sér bjartsýna framtíðarsýn um blóm-
lega byggð á rústum heiðarbýlanna, sýn, sem ekki vex úr
söguefninu sjálfu, heldur þeirri rómantísku hugmynda-
fræði, sem einkennir verk Jóns Trausta upp úr 1910. Af-
stöðubreytingin veldur nokkrum mishljómi í verkinu, en
umturnar þó ekki gerð þess. Síðari verk Jóns Trausta eru
mun samkvæmari sjálfum sér og meiri listaverk að því
leyti. í þeim túlkar hann söguleg efni út frá kristilegu og
rómantísku sjónarmiði. Próun hans að því leyti hliðstæð
þróun Þorgils gjallanda.
Anna frá Stóruborg er fyrsta sagan í bálki, sem Jón
Trausti nefndi Góða stofna, og kom út í tveimur hlutum á
árunum 1914—15. Líkt og í Heiðarbýlissögunum er kven-
skörungur í miðju verksins og söguefnið spunnið um bar-
áttu elskandi einstaklinga við andsnúið samfélag. Sagan er
hins vegar löguð í ríkari mæli að mýþískum frumsniðum og
frásögnin „abstraktari“. Hún lýsir, líkt og sögur rómantík-
era, framvindu frá upprunalegri einingu um fall og klofn-
ing til endurborinnar einingar. Hin mýþísku snið koma
einnig fram í persónulýsingum verksins. Þannig segir í sög-
unni að Hjalti, ástmaður Önnu, baði sig í „sólskini þeirrar
náðar og velþóknunar, sem húsmóðirin hafði á
honum.“ (31 )95 Hugtökin „náð“ og „velþóknun“ tengjast
guðdóminum, enda er Anna lxkust dýrlingsmynd, sem
Hjalti tilbiður. Anna er og bjargvættur síns samfélags því
að valdboðið, sem Páll lögmaður, bróðir hennar, stendur
fyrir, ber í sér dauða og glundroða. Líkt og Halla í Heiðar-
býlissögunum gengur Anna í gegnum eldraun en tekst,
andstætt Höllu, að laga samfélagið að ást sinni. Hún er
öðrum þræði lausnarhetja, því hún nánast endurnýjar sam-