Studia Islandica - 01.06.1986, Page 179
177
félagið með baráttu sinni. Anna líkist í senn „þrítugu kon-
unni“ í verkum raunsæismanna og kvenskörungi miðalda-
bókmennta auk þess sem hún hefur ýmis einkenni kven-
dýrlingsins. Hún er allt í einu: skörungur, móðir og ást-
kona.
Upphafsástand skáldsögunnar einkennist af kyrrstöðu
og jafnvægi. Anna er komin undir þrítugt og situr höfuðból
sinnar sveitar, höfðingi í héraði, ættgöfug og auðug, stæri-
lát og einþykk. Hjalti er á hinn bóginn bláfátækur og
ómótaður smalapiltur. Gjáin á milli þeirra virðist óbrúan-
leg. Þetta jafnvægi raskast hins vegar þegar Anna tekur
Hjalta upp í til sín á svefnloftinu. Hún er höfðingi og vill
ekki beygja sig fyrir væntingum annarra; stórmennska og
sjálfræðisfýsn, lítilsvirðing á almenningsálitinu og upp-
reisnargirni knýja hana á braut, sem hún getur ekki snúið
af, enda afsprengi ættar, þar sem enginn er „veill eða hálf-
volgur“. (27) Að baki býr einnig bæld ástarþörf því Anna
hefur, líkt og ættmenn hennar, þungar ástríður, sem krefj-
ast alls eða einskis. Af þeim sökum hefur hún hafnað sér
„samboðnum“ biðlum. Þeir höfðu ekki svarað þörf hennar
fyrir heilt eða „algert“ tilfinningasamband.
Upphafsatvikið leiðir glöggt í ljós félagslegan og líkam-
legan mismun þeirra Önnu og Hjalta. Engu að síður vekur
hann tvær konur í henni: ástkonuna og móðurina. í rúminu
lýtur hún yfir hann, og það var „sem móðurleg viðkvæmni
og lengi bæld ástarþrá rynnu saman í svipnum.“(22) Þetta
misvægi einkennir samband þeirra nær til loka. Anna er
forsjón þeirra beggja, sterkari aðilinn.
Fyrst í stað einkennist sambandið af fullri vellíðan.
Anna gengur um „vakandi í sælum draumum" (31) og
Hjalti blómstrar, með öllu áhyggjulaus. Hann hefur
taumlaust frelsi og elst upp við leik án ábyrgðar, fyllist við
það ofmetnaði og barnslegri léttúð, sem gerir hann óvin-
sælan og illa þokkaðan. Að lokum dregur þó ský á himin
þegar hann verður fyrir því að slasa gamlan mann og kalla
yfir sig bölbænir hans. Atburðurinn vekur Hjalta til vitund-
12