Studia Islandica - 01.06.1986, Page 184
182
merginn úr viljaþreki hennar svo hún auðmýkist í hugsun-
arhætti og beygir skap sitt fyrir Guði, hin stórmennskulega
uppreisnargirni fjarar smám saman út.
Páll lögmaður fer svipaða útlegðarslóð þótt hann sé í
hlutverki söguþrjótsins. í byrjun er hann málsvari verald-
legs og kirkjulegs valds í atlögu gegn óleyfilegri ást; hann
heldur fram rökum skyldunnar og reynir að halda uppi
reglu eða status quo og tryggja um leið eigin metorð. Ætt-
ardrambið fer hins vegar með hann út í öfgar, stíflyndið,
þvermóðskan. Ástamál þeirra Hjalta og Önnu varða ekki
við skrifuð lög heldur óskráð, þau eru fjölskyldumál, sem
lögmanni ber að leysa innan ættar sinnar. Með ofsóknum
sínum fer hann út fyrir valdsvið sitt og stuðlar að glund-
roða í samfélaginu. Einangrast með offorsi sínu og verður
að athlægi, líkt og Borghildur í Heiðarbýlissögunum; lotn-
ing almennings fyrir valdinu minnkar og hlutföll stéttanna
raskast.
Lýsing lögmannsins leiðir í ljós hverjar afleiðingar sam-
fall drambs og vanmáttarkenndar getur haft. Hann sést
ekki fyrir og hrekst út á ystu nöf, blindaður af hatri, og
leiðir með því voða yfir samfélagið og sjálfan sig. Vekur
uppreisnaranda og mótstöðu við höfðingjavaldið, vinnur í
raun gegn þeim hagsmunum, sem hann hyggst verja; stefn-
ir að auki sjálfur óðfluga til siðferðilegrar glötunar. Undir
lokin hyggst hann höggva í eigin knérunn, gera Önnu burt-
ræka úr ættinni og börn hennar arflaus; aðgerð, sem þýddi
endanlega sundrun fjölskyldunnar.
Páll er í sögunni fulltrúi valdsins. Ástæður hans eru þó
öðru fremur persónulegar, enda er grundvallarandstæða
skáldsögunnar siðferðilegs eðlis. í stríði þeirra systkina
takast á andstæður góðs og ills, kœrleika og haturs. Af
þessum sökum nýtur Páll einskis stuðnings valdakerfisins.
Af þessum sökum er jákvæð lausn möguleg.
Lausnaraugnablik sögunnar virðist við fyrstu sýn næsta
tilviljunarkennt. Páll lögmaður ríður í fljótið undan helli
Hjalta, harður og myrkur í hug, sígur ofan í móðuna, en er