Studia Islandica - 01.06.1986, Page 190
188
um himneskan hór, eða eins og segir við sögulok: „Eins og
eg vona, að guð fyrirgefi mér alt — líka þá bæn, að það
verði Ásgeir, sem ég fæ að hitta fyrir handan hamrana.“
(154)
Frá sjónarmiði raunsæisskáldsins er ákvörðun Þórdísar
neikvæð og siðlaus, því hún kallar á sjálfskúgun og óheil-
indi. Frá sjónarmiði Einars Kvarans er hún hins vegar já-
kvæð og siðleg. Hinar öndverðu skoðanir stafa af ólíku
gildismati. Einar leit svo á að þær skyldur og dyggðir, sem
raunsæismenn fordæmdu, væru af hinu góða. Anna í Vor-
draumi hélt því fram að sjálfsafneitunin dræpi það, sem
æðst væri og göfugast í manneðlinu. Einar, á hinn bóginn,
virðist líta á hana sem háleitt takmark er öllum beri að
stefna að. Fórnarvilji og lífsvilji voru nánast eitt í hans aug-
um. Einar hafnaði og hamingjukröfu raunsæismanna. Lít-
ill vafi leikur á því að faðir Þórdísar mælir fyrir munn höf-
undar er hann segir:
En hugsaðu um það. Og minstu þess þá jafnframt, að elskan er ekki ein-
göngu fólgin í því, sem venjulega er kallað ástarhugur, heldur líka í góðvild,
samhyggju, virðing og sjálfsafneitun. Hún er sjaldnast alger hjá okkur
mönnunum. En þá verðum við að bjargast eins og bezt lætur. (189)
Erótísk ást er lágkúruleg og takmörkuð, því hún er
ávallt eigingjörn og kröfuhörð. Þroskuð ást er hins vegar
fórnfús kærleikur þar sem heill hins skiptir meira máli en
heill þín. Hún stöðvast og ekki við eina manneskju, heldur
nær til allra. Þórdís nær þessu þroskastigi, en eins og fram
hefur komið tekst henni aldrei að losna með öllu við sína
sjálfsku lukkukröfu.
Haft er fyrir satt að nýtt tímabil hefjist í sagnagerð Ein-
ars Kvarans með skáldsögunni Sálin vaknar, sem kom út
árið 1916. Tómas Guðmundsson hefur lýst hvörfunum á
skilmerkilegan hátt:
Víötæk kynni af sálarrannsóknum hafa þá sópaö úr huga hans öllum efa-
semdum um framhaldstilveru eftir líkamsdauöann og við þaö hefur lífskoö-