Studia Islandica - 01.06.1986, Blaðsíða 192
190
þjöppun og meiri. Sögur Rannveigar eru því merkur þáttur
í þróun skáldsögunnar hérlendis.
Sögur Rannveigar fjalla öðru fremur um mátt kærleik-
ans. Söguhetjan, Rannveig er, líkt og Grímur Elliðagrím-
ur í sögu Gunnars, Kristslíking. Hún stendur ofar öðrum
persónum og leysir þær undan kvöl og synd, axlar byrðar
þeirra, ímynd alltumfaðmandi og óeigingjarns kærleika. í
persónugerð hennar birtist hugmynd Einars Kvarans um
hina mennsku hetju. Spyrja má hvað það er sem gerir úr
henni stórmenni og vitna í því sambandi til ritgerðar, sem
höfundurinn skrifaði í Skírni árið 1919, sama ár og fyrri
bókin um Rannveigu kom út. Ritgerðina nefndi hann
„Skapstórar konur“ og fjallaði þar um þrjá ástríðumikla
kvenskörunga í fornbókmenntum, Hallgerði langbrók,
Bergþóru og Guðrúnu Ósvífursdóttur. Kemst Einar að
þeirri niðurstöðu að það sé hœfileikinn til að elska, sem
geri þessar konur svo ólíkar hverja annarri, ekki sá hæfi-
leiki, sem þeim er meðfæddur, heldur sá, sem maðurinn
getur sjálfur eflt og þroskað. Hin ídeala ást er að mati Ein-
ars bæði ástríðulaus og óeigingjörn, aðalsmerki hennar er
fyrirgefningin, skilningurinn, samúðin:
Gerum ráð fyrir, að þær hefðu eflt hæfileikann til þess að gera kærleikann
víðtækari. Gerum ráð fyrir, að þær hefðu tamið sér að elska fleiri menn. Þá
hefðu þær auðvitað komist þeim mun hærra. Gerum ráð fyrir, að þær hefðu
lært að eiska alla menn — líka óvini sína. Þá hefðu þær, eftir því sem eg fæ
bezt séð, verið komnar, að einhverju mjög miklu Ieyti, alla leið að guðdóm-
inum.100
í Sögum Rannveigar dregur Einar upp mynd af konu,
sem kemst lengra en kynsystur hennar í fornbókmenntum.
Henni tekst að lifa í kærleika, enda býr ekkert ósamræmi
í lífi hennar líkt og Þórdísar, Guðrúnar og Hallgerðar.
Rannveig er holdtekið boðorð, Kristshugsjónin í líki konu.
Fyrri bók skáldverksins skiptist í þrjá kafla. Tveir hinir
fyrri lýsa uppvexti Rannveigar í íslenskri sveit á 8unda ára-
tug 19du aldar. Sá þriðji hefur hins vegar Reykjavík að