Studia Islandica - 01.06.1986, Side 193
191
sögusviði. Við lok hans giftist Rannveig æskuvini sínum,
Ásvaldi, og þau halda til Kaupmannahafnar, þar sem
seinni bókin gerist. Sá þráður, sem heldur hlutunum
saman, er ástarsaga Rannveigar og Ásvalds, en auk hennar
má afmarka nokkra söguþætti, þar sem aðrar persónur
gegna veigamiklum hlutverkum. Allir mynda þessir þættir
eina heild því þeir benda hver á annan, bæði hvað snertir
þema og frásagnarsnið. Það á til dæmis við um fyrirgefn-
ingarþættina tvo í fyrstu og annarri bók. Sá fyrri minnir
reyndar nokkuð á svipaða frásögn í Önnu frá Stóruborg.
Rannveig les föður sínum helgisögu um Sadók nokkurn,
sem fór um heiminn píndur á sál og líkama af hefndarhug.
Hann laugaði sig í „Fyrirgefningarlauginni“ að boði Jesús
Krists, sem hann hitti á förnum vegi, og læknaðist við það
af meinum sínum. Arngrímur, faðir Rannveigar, hafði
sóað lífi sínu í auðsöfnun og málaþrætur, hatað og kvalist
vegna mótgerðar, sem honum hafði verið sýnd ungum. Á
banabeði gengur hann fyrst leið Sadóks, fyrirgefur og lætur
auð sinn til að bjarga mótstöðumanni sínum frá gjaldþroti.
Kærleikur Rannveigar sigrast á sjálfsþótta hans, eiginelsku
og gulldýrkun, leysir af honum sálrænan fjötur, friðar sál
hans. Sams konar lausnarverk vinnur hún þegar hún fær
eiginmann sinn til að fyrirgefa versta óvini sínum og leysa
hann frá fangelsi og gjaldþroti. Ásvaldur hafði verið kom-
inn á sama veg og Arngrímur, veg ágirndar og hefndar-
þorsta, en snýr við fyrir orð Rannveigar, fer í „laugina“ og
skírist til nýs lífs. í báðum tilvikum frelsar Rannveig menn
frá andlegri glötun. Fyrirgefning er lausnarorð beggja þess-
ara þátta. Hið sama má segja um þá, er snúast um Gunnu
og Karl Kaldal. í öllum tilvikum er Rannveig „lausnar-
engill“, sem minnir um sumt á Sigyn, hina trúföstu eigin-
konu Loka, en einnig á Krist, frelsarann.
í sögunni er sífellt stefnt saman andstæðum gildum, sem
draga má saman á eftirfarandi hátt: