Studia Islandica - 01.06.1986, Page 195
193
um fjallið þar sem það er hæst. Fjallið er svo hátt, sem það er hæst. Við eig-
um að meta mennina eftir því sem þeir komast hæst. Það sem maðurinn
kemst hæst, það er hann.101
í mannssálinni eru margar vistarverur. Ekki er nóg að
litast um í einni og halda sig þekkja þær allar. - Þrátt fyrir
andúð sína á nauðhyggju raunsæisins skrifaði Einar óvenju
oft í anda hennar. Persónur hans eru afurðir afla, sem þær
ráða ekki alls kostar við: félagslegra aðstæðna, sálrænna
þvingana. Gott dæmi er Karl Kaldal. Um síðir kemur í ljós
að sá vondi freistari er í sjálfu sér ekki annað en „fagnað-
arlaus sál“, sem sætti illri aðbúð í bernsku, móðurlaus ein-
mani. Um leið og hann mætir kærleika Rannveigar þiðnar
klakinn.
Einar taldi að miskunnsemin og samúðin yrðu einnig að
ná til þeirra, sem fara illa að ráði sínu. Hið eina sem á riði
væri að menn opnuðu hjarta sitt fyrir kærleikanum og
auðsýndu öðrum góðvild, ræktuðu hið góða í sjálfum sér
og öðrum. Hinn illi maður væri fallinn engill en ekki
djöfull. Þetta viðhorf til mannlífsins öðlast frumspekilega
vídd í hugrenningum Rannveigar er hún situr á sjúkrabeði
þeirrar konu, sem eiginmaður hennar hafði forfært:
Mér fanst eg vera orðin ofurlítið barn. Og mér fanst allir menn vera orðn-
ir ofurlítil börn - í skjóli einhverrar óendanlegrar vizku. [---] Mér fanst
tilveran orðin að einu lygnu djúpi, eins og á morgni tímans. Og yfir djúpinu
fundust mér sveima tvær verur, með óendanlegu vængjataki og fullar af
óendanlegum vísdómi: Meðaumkunin og Kærleikurinn. (11,113-114)1"2
„Alt er gott,“ segir framliðin móðir í draumi þjáðrar
dóttur, allt hefur tilgang þótt menn skilji hann ekki. Deilur
og dómar manna verða að engu andspænis hinu mikla lög-
máli kærleikans. Þessi óræða lífspeki er „augað“, sem frá-
sögn skáldsögunnar flæðir út úr og streymir til.
Sögur Rannveigar er öðru fremur ástarsaga Rannveigar
og Ásvalds. Fyrri bókin lýsir örðugleikum tilhugalífsins,
baráttu þeirra við mótsnúna feður, sem láta óvild sín á
13