Studia Islandica - 01.06.1986, Blaðsíða 203
201
hverju togstreita boðs og þarfar leiðir aldrei til uppreisnar
í verkum Guðmundar. Hetjur hans eru þær, sem hlíta
banni, byrgja ástríðuna og velja aðskilnaðinn.
Sögur Guðmundar hnitast jafnan um tilfinningaleg átök,
sem ýmist eiga sér stað innra með einstaklingi eða á milli
hjóna, sem hafa fjarlægst hvort annað þótt búi saman. Séu
sögurnar skoðaðar í heild sinni má lesa úr þeim „hreyfan-
lega formgerð“; sumir þættir hennar breytast frá sögu til
sögu en aðrir eru fastir, óbreytilegir. Orsök atburðarás-
atnna er ætíð rof, jafnvægisástand raskast. Það er einkum af
ttvennum toga: 1) Hjón fjarlægjast hvort annað vegna a)
gagnkvæms skilningsleysis, önn daganna hefur slökkt ást
þeirra og skilið eftir tómleika, sem stundum brýst fram í
fjandskap, eða b) hjúskaparbrots, annað tekur fram hjá
hinu eða fellir hug til annars, er óheilt í sambandinu. 2)
Elskandi einstaklingur fær ekki þann, sem hugur hans girn-
ist, vegna þess að a) hinn endurgeldur ekki tilfinningar
hans eða b) er öðrum bundinn. Afleiðingar rofsins birtast
í jafnvægisleysi, sem ýmist leiðir til a) endurborinnar ein-
ingar og ástríkrar samveru, b) sáttar og lífsauka þrátt fyrir
aðskilnað og fjarveru eða c) óbærilegs sársauka og jafnvel
dauða. Hér á eftir verður eina skáldsaga Guðmundar, Ólöf
í Ási, sem út kom árið 1907, könnuð í ljósi þessa. Jafn-
framt verður smásagnasafnið Sólhvörf frá 1921 rýnt auk
nokkurra annarra smásagna skáldsins.
Þjóðsögur greina margar frá mönnum, sem villast í
þoku, þeir berast um heiðar og jökla uns þeir að lokum
finna grösugan og gróðursælan dal eftir langa og stranga
göngu. Leiðarhnoða þessara förumanna er draumurinn um
nautn, hamingju og vellíðan; hann lyftir þeim yfir nútíðina
og opnar þeim leið inn í heim ástar og frelsis: paradís á
jörð. í dalnum upplifa þeir sæta ástargleði uns þeir að lok-
um hrekjast aftur til byggða - oft viti sínu fjær, þvi enginn
verður samur eftir slíka ferð.
Ólöf í Ási lýsir svipuðu ferðalagi á stílfærðan hátt því til-
finningareynsla söguhetjunnar tekur líkingu af sögu föru-