Studia Islandica - 01.06.1986, Síða 209
207
Ólöf afber hjónabandið með því að lifa sig dauða, stinga
tilfinningar sínar svefnþorni og gleyma sér í hlutum, vinnu.
En þráin lifir samt áfram - líkt og lindin undir vetrarísi, og
leitar sér útrásar í móðurelsku og kærleiksverkum við
nauðstadda. Hjónabandið er hins vegar ævinlega stirt og
kærleikssnautt og breytist smám saman í ranghverfu sjálfs
sín. Eiginmaðurinn tekur fram hjá, Ólöfu til léttis því að
það losar hana við kynlífsskyldurnar.
Áður en lengra er haldið er rétt að huga nánar að „eðli“
þrárinnar, hvert markmið hennar sé. Á einum stað skrifar
sögukonan: „Eg veit hvað eg vil ekki. Og eg veit reyndar
hvað eg vil, - eg vil njóta fegurðar og yndis, lifa í Aladíns-
höll ástarinnar og sjá gegnum holt og hæðir.“ (61) Pessi
vilji er í raun ekki annað en grunur hins takmarkaða um
andhverfu sína, draumur hins vansæla um vellíðan, fang-
ans um frelsi, hversdagsþrælsins um ævintýri. í raun þráir
Ólöf ekki annað en eigin þrá. Líf hennar er tómt af því að
hana vantar „eitthvað“ til að festa þrá sína við; viðfang
hennar er hins vegar óskilgreinanlegt, mark hennar hand-
an alls veruleika, óraunverulegt. Á fyrsta fundi þeirra Þór-
halls segir Ólöf; „Vaknaðu, Hlini kóngssonur!“ (117) Þór-
hallur er í sjálfu sér ekki annað en persóna í ævintýri, sem
Ólöf setur á svið, ekki markmið í sjálfum sér heldur tæki.
Þórhallur er og sama sinnis; mót þeirra er í hans augum
ævintýri: lausnarstund: töfrað augnablik. Ólöf er „álfa-
drottning“ í huldudalnum, sem vegmóður hittir og dvelst
með um stund. Bæði eru heilluð af eigin þrá, bæði elska
drauminn fremur en hvort annað, enda er sameining þeirra
fremur ímyndun en veruleiki:
Sálir okkar runnu saman eins og lækur og lind, sem eru bæði jafntær og
gagnsæ. [___] Tilfinningarnar voru alveg hugrænar, þótt þær yrðu reyndar
að hafa varirnar fyrir miðil sinn. Ég vissi ekkert af umbúðum sálar minnar.
(117-118)
í upphafi hefur Ólöf samúð með Þórhalli vegna þjáninga
hans, en sú breytist brátt í aðdáun og loks hugljómun.