Studia Islandica - 01.06.1986, Síða 213
211
tvenns konar afhjúpun. Sögumaður rifjar upp æsku sína og
staðnæmist við atvik, sem „vakti hann til alvöru lífsins“ um
fermingaraldur, atvik, sem gjörbreytti hugsunarhætti hans.
Áður hafði hann verið draumlyndur sveimhugi og lifað í
hillingum. Atvikið vekur hann til vitundar um að lífið er
strit og stríð, að gæfan kemur ekki til mannsins af sjálfs-
dáðum. Hann skilst við bernsku sína, verður fullorðinn
maður.
Atvikið, sem olli þessum hvörfum, var „uppreisn“ bónd-
ans Finns. Einn góðan veðurdag gaf hann fjandann í allt,
fékk sér í staupinu og lagðist í slægjuna: „Það má fara alt
í grængolandi, svei mér þá. í dag hirði ég hvorki um himin
né jörð.“ (64)109 Þennan dag gerir Finnur uppsteyt gegn
lífskjörum sínum, þrældómnum og gleðileysinu. Inni-
byrgðar tilfinningar rísa honum yfir höfuð og leita útrásar.
Orsökin: Áður en hann giftist eiginkonu sinni, Jarðþrúði,
hafði hann verið heitbundinn systur hennar en fórnaði
henni fyrir eitthvert ósjálfræði: við skulum segja að eg
hafi orðið fyrir gjörningum, nornakyngi, ástríðugaldri,
sjónhverfingatöfrum - gamla sagan um Adam, sem Eva
kemur út úr aldingarðinum.“ (69) Öll ógæfan stafar af því
að rangt var stofnað til hjónabands þeirra Jarðþrúðar í
upphafi, ástríða en ekki ást var hvatinn. Hugmyndin söm
og hjá Jónasi Jónassyni, að „villt“ eðli erosar sé af hinu
illa: blindandi, tortímandi. Finni er ljóst að víti hans er
sjálfskaparvíti, að sjálfur hefur hann skapað sér gæfuleysi.
Engu að síður slær hann konu sína með kvöl sinni. Á fundi
þeirra varpar hann fram orðum sem eyðileggja, leggja í
rúst: „Nú er þér langbest að fara heim og - og hafa gát á
eldinum; sá er nú ekki leikfang, eldurinn, kona, ekki leik-
fang eldur, sem er illa falinn, hann lifir í kolunum - lengi!“
(68)
Þetta er dauðadómur yfir hjónabandi þeirra Jarðþrúðar,
óafturkræfur, ófyrirgefanlegur. Á rústunum verður ekkert
byggt. Þjáning beggja óbærileg því hún er óleysanleg.
Löngu síðar rifjar sögumaður upp þennan atburð fyrir
sjálfum sér: