Studia Islandica - 01.06.1986, Page 214
212
Eg settist á árbakkann, gegnt Breiðabóli og leit á teiginn, þar sem Finnur
lá upp í loft og barði jörðina með hælnum, en kona hans gekk heim til
bæjarins, völt á fótum, steinþegjandi, með óbærilega sorg á bakinu - hún
eins og elfur sem hefir stíflað sjálfa sig, hann eins og strengur milli skara,
sem aldrei frýs. (73)
Ofríki endurminninganna er grimmasta saga smásagna-
safnsins. Áreksturinn í henni leiðir til óbærilegs sársauka,
lífs, sem í raun er ekkert líf heldur dauði. Hið sama má
segja um Álfheiði, sem þó er ekki hjónabandssaga. Sögu-
hetjan er ung stúlka, Álfheiður að nafni. í upphafi sögu er
hún á leið til nýjársdansleiks með unnusta sínum, Ás-
mundi. Upphafið sýnir þegar að hugir þeirra fara ekki
saman, hún vill en hann ekki. Á dansleiknum leggur Ás-
mundur lag sitt við aðra stúlku og sýnir Álfheiði svo mikla
lítilsvirðingu að hún hrökklast burt af staðnum og að fossi
skammt frá, þar sem henni verður einstæðingsskapur sinn
átakanlega ljós, trúin á lífið og mennina glötuð. Henni
hverfur í hug að drekkja sér, en á seinustu stundu sér hún
reykmökkva standa af bæ í nágrenninu og svo vill til að það
er heimili hins svikula Ásmundar. Hún neytir síðustu
krafta sinna til að gera viðvart. Sögunni lýkur síðan í dyra-
gætt danshússins, þar sem Álfheiður hnígur niður magn-
þrota, „torkennileg og því lík sem komin væri úr öðrum
heimi - eða á förum þangað.“ (53) Ásmundur horfir „ná-
bleikur“ á.
í Álfheiði gengur ástarsorgin næst lífi söguhetjunnar.
Sagan Bergmál er að ýmsu leyti svipuð. Hún fjallar um
unga stúlku, sem einnig heitir Álfheiður, stúlku, sem föln-
ar og slokknar vegna trega og vöntunar. Saga hennar er þó
ólík nöfnunnar að því leyti að hinn elskaði veit ekki af ást
hennar fyrr en um seinan. Hún hafði verið byrgð inni og
brýst fyrst fram í sjúkdómi, sem leiðir stúlkuna til dauða.
Hið andlega innanmein tekur á sig form líkamlegs
sjúkdóms. Álfheiði þessari bregður fyrir í annarri sögu,
Húsvitjun, undir nafninu Álfhildur. Þar situr hún við rúm-
stokk móður sinnar, sem liggur sárkvalin af liðagigt. Sjúk-