Studia Islandica - 01.06.1986, Page 221
VI ÞRÓUNIN TIL EINVERU
Menn trúðu því að maðurinn væri hluti af samstilltum
heimi, tilvist hans tilgangsrík og heil, hann ætti sér stað í
sögu og samfélagi, lifði í náttúru, sem hlaðin væri mennsk-
um formum, ofjarl hluta. Hann væri eitt með heimi, sem
lyti guðlegu ráði, heilsteyptur sjálfur. Tilvera hans rökrétt
framvinda, hver örskotsstund vaxin af rót, sem tengdi sam-
an allar andrár. Augnablikið: það væri afkvæmi liðinnar
tíðar og foreldri hins ókomna, geymdi minningu og þrá,
veruleika, sem hefði verið og yrði, einingu, sem upphefði
hrollvekju þess sem er. Hvergi birtist paradísardraumurinn
á ljósari hátt en í hugmyndum manna um samstillingu karls
og konu, ást þeirra og óslítanlega trúfestu. í ástinni yrði
maðurinn hann sjálfur og annar um leið, einsemdin, sem
hrapaði að, gleymdist og hyrfi og hann upplifði fyrirheitið,
lausnina. Guðbergur Bergsson:
Eðli mannsins birtist meðal annars í varnarleysi hans gagnvart ástinni. Já,
hún er afar frumstæð. Ástinni má lýsa sem jarðneskri paradís, þar sem innri
aðstæður og ytri aðstæður ná fullu samræmi. Maður vill að þettá sé varan-
legt ástand. Maður vill vera í paradís endalaust. Maður vill vera í stöðugu
sambandi við foreldra sína. Það samband sem maður hefur við móður sína
færir maður yfir á ástalífið. Ástin veitir manni hæli í guðdómnum - líkt og
nunnur giftast Jesúm. 111
Hvort hælið tekur á sig mynd vændishúss eða klausturs
er hins vegar undir hælinn lagt. Þó að fyrirheitið týnist í
hroðann getur enginn lifað án þess. Aftur á móti má velja
því nýjan búning, göfga það, snúa því í átt að öðru mark-
miði. En: líf og draumur um lausn undan aðskilnaði eru
eitt.