Studia Islandica - 01.06.1986, Side 224
222
1900 og 1920 þótt hann væri í hnignun. Hins vegar er at-
hyglisvert að jafnvel trúaðir rithöfundar eins og Einar H.
Kvaran og Guðmundur Friðjónsson leituðu út fyrir kenn-
ingakerfi hans að „sannleika“ sínum, Einar í spíritismann,
Guðmundur í lífsfirrtan ídealisma.
2) Félagslegt rof: Jóhann Sigurjónsson og Gunnar Gunn-
arsson höfnuðu því siðakerfi, sem verið hafði bakhjarl
manna um langan aldur. Þó var uppreisn þeirra ekki algjör
því að Gunnar, til að mynda, var alla tíð á milli vita,
skiptur, mótsagnakenndur. Hann hafði alist upp í íslenskri
sveit og sogið í sig siðfræði hennar með móðurmjólkinni. í
Danmörku öðlaðist hann hins vegar reynslu, sem tókst á
við hans upphaflegu. Togstreitan kom síðan fram í ákveð-
inni sveiflu eða tvídrægni í verkum hans.113 Slíkt tvítog ein-
kennir raunar bókmenntir tímabilsins. Fáir höfundar voru
sjálfum sér samkvæmir í ádeilu sinni á siðakerfi og samfé-
lag. Orð og raun rákust á. Gott dæmi um það er Davíð
Stefánsson, sem öðrum þræði var kristinn góðborgari þótt
mikið bæri á and-félagslegum hneigðum í skáldskap hans.
En þrátt fyrir margs konar mótsagnir varð til ný skilgrein-
ing manns á þessu tímabili.
í bókmenntum raunsæisins er maðurinn háður skilyrð-
um, sem eiga sér sögulegan aðdraganda. Samfélag hans
getur verið óréttlátt og deyðandi, en það hefur engu að síð-
ur skynsamlega merkingu fyrir honum. Hann á heima inn-
an þess og er hluti af fjölskyldu, hópi, stétt, þjóð. í nýbók-
menntunum hefur maðurinn glatað þessari hlutdeild og
einangrast frá samfélaginu. Hann er ekki lengur félagsvera
framar öðru heldur einstaklingsvera. í stað hins illa leikna
smælingja fyllir nú útlaginn í rammann, sá er byggir eyði-
mörk eða strönd við ysta djúp, göngumaðurinn dapri er
fremur á sökótt við lífið sjálft en mannfélagið. í verkum
raunsæisins er einstaklingurinn lítið annað en umhverfi í
líkama: nafn, útlit, atvinna, álit; hann er andlit með fortíð,
persónuleiki með athöfn. Bókmenntir nýs tíma hafna hinni
sögulegu / félagslegu greiningu mannsins og kafa undir