Studia Islandica - 01.06.1986, Page 228
226
endurtekningar. Þau splundra stöðugt sjálfum sér og
hrekja manninn úr stað. Tjáning þessa manns einkennist af
svívirðandi storkun, en um leið beiskjukenndum dapur-
leika, því alltaf lifir í glæðum upphafsins. Vonin, þrátt fyrir
allt, tengir eitt ævintýri öðru, vonin, sem hann þó veit að
ekki rætist. Saman við ástríðudýrkunina fer þunglyndi og
jafnvel opinská bölhyggja, ef ekki lífsafneitun.
Andóf gegn rómantískum erótisma er ekki bundið við
20ustu öld. í evrópskum bókmenntum gætti þess til dæmis
mjög á 3ja og 4ða áratug seinustu aldar, einkum vegna á-
hrifa Byrons. Margir höfundar þá skipuðu sjálfhverfri á-
stríðu í öndvegi, lofsungu nautnina sjálfrar hennar vegna
og leituðu inn á bannsvæði í leit að svölun: sjálfum sér:
merkingu. Margir þeirra leystu úr læðingi myrk og ill öfl,
svo hið erótíska breyttist í andstæðu sína og varð að eyð-
ingarmætti. Hinu perversa eða afbrigðilega var stefnt gegn
normum borgaralegs samfélags, lykilorðin: orgía, víma,
sjálfsmorð. ÖU mörk voru þanin til hins ítrasta. Afstöðu
þessara höfunda til samlífsins má lýsa svo: karlinn er þræll
ambáttarinnar, konan, ambátt þrælsins; jafnræði eða jafn-
vægi óhugsanlegt.
í þessum andófsbókmenntum, sem stundum er kenndar
við rómantisma,114 ber mikið á hinum sadíska elskhuga.
Hann krefst án þess að gefa og færir sér náungann í nyt,
nauðgar umhverfi sínu og fer líkt og logi um akur. Mann-
eskjurnar eru í hans augum hlutir eða tæki en ekki mark-
mið í sjálfum sér. í heimi hans eru glæpur og dygð merk-
ingarlaus hugtök, þar er hið sjúklega normalt og hrollvekj-
an eðlilegt ástand. Hann reynir að ná húsbóndavaldi yfir
eigin lífi með því að skapa eigin verðmæti, brjótast úr
gildru hinna tilbúnu gilda, lifa sjálfum sér og þá um leið
sjálfan sig. Af þessum sökum er tilvera hans öll eltingar-
leikur við líf, leit að lífi, hamslaus. í aðra röndina er sadist-
inn kaldrifjaður og grimmur „óþokki“, í hina draumhugi,
sem gert hefur uppreisn gegn smækkun og ófrelsi einstakl-