Studia Islandica - 01.06.1986, Side 231
229
hefur komið, að ástin væri framar öðru andlæg tilfinning,
langt hafin yfir holdlegar langanir. Ástarhugtak hans var
loftkastalakennt og sálfræðin hugsýkiskennd. Persónur
hans finna masókíska nautn í að beygja sig undir þvingandi
kringumstæður, leita og athvarfs í draumum, sem koma í
stað raunverulegs sambands við annað fólk. Sá síðari lagði
hins vegar ást og ástríðu að jöfnu. í sögum hans kemur
fram það viðhorf að manneskjan sé óbætanlega afskipt og
sameining óhugsanleg nema með ofbeldi; „einingin“ felist
í yfirráðum virks persónuleika yfir óvirkum. Líkt og Þor-
gils gjallandi sleit Einar ástina úr sambandi við „æðri“ til-
finningar í prósa sínum, og lýsti þolendum andspænis ger-
endum í „sníkjusamlífi“, þar sem sadískar hvatir ráða.
Þessar hugmyndir, að ástin sé annars heims ellegar víxl-
verkan ofríkis og undirgefni, sýna glöggt þá röskun, sem
orðið hafði. Hugmyndaheimurinn hafði gliðnað innan frá,
og samræmið, sem áður einkenndi hann, leyst upp; höf-
undar hölluðust til öndverðra skauta í afstöðu sinni til ástar
og mannlífs, en áttu þó sameiginlegt að hafa misst trú á að
mótsagnir mannlífsins væru leysanlegar. Áður höfðu hug-
tak og raunveruleiki verið eitt hjá rómantíkerum og raun-
sæismönnum. Nú hafði skapast á milli þeirra gjá. Mörgum
þótti sem væru þeir skildir eftir í gildislausri veröld án átta,
og notuðu hugarflugið til að deyfa þá þjáningu sem veru-
leikinn olli, lífsskoðun þeirra var að því leyti ólík róman-
tíkinni að hún fól í sér lífsafneitun og smækkun mannsins.
Aðrir höfnuðu hins vegar ídealískum lausnum. í þeirra
augum bauðst það eitt að lifa í líkamanum. Að öðru leyti
voru þeir mjög ólíkir innbyrðis. Þannig var Einar Bene-
diktsson vitsmunalegur höfundur og skrifaði í raunsæis-
stíl, greiningin var höfuðstyrkur hans. Davíð Stefánsson,
Sveinn Framtíðarskáld og fleiri voru aftur á móti tilfinn-
ingalegir höfundar framar öðru. Þeir áttu ekki til kald-
hæðni og skarpskyggni Einars, heldur töluðu þeir á máli
kenndanna í verkum sínum, ljóðum. Einn fulltrúa áttu
þeir þó í hópi prósaskálda, Sigurð Nordal (1886-1974),