Studia Islandica - 01.06.1986, Page 233
231
Rómantísk áhrif eru auðsæ í þessari sögu. Hins vegar er
frásögnin svo raunsæ að lesara finnst atburðarásin fyllilega
náttúrleg og eðlileg. Persónurnar eru einfaldar að gerð og
nátengdar frumöflum lífsins, samfélag þeirra háð frum-
stæðum lögum og þær sjálfar, hugmyndaheimurinn kyn-
lega samsettur af bernskri guðstrú og heiðnum anda. Á
stundum tekst höfundi að skrifa magnþrunginn texta, sem
átti sér fáar hliðstæður í íslenskum bókmenntum. Það á þó
frekar við um skáldsögu, sem hann sendi frá sér ári áður,
1913, og fjallað verður um hér á eftir.
Solrun og hendes Bejlere (Sólrún og biðlar hennar, 1920)
gerist í sveit á Vesturlandi fyrir miðja seinustu öld. Samfé-
lagsmyndin einkennist af sátt og samræmi, því mótsetning-
ar á milli stétta eru hverfandi auk þess sem einstaklingar
njóta tilfinningalegs frelsis. Pó að lífsbaráttan sé á stundum
hörð hvílir yfir henni fegurð og þokki, enda nátengd nátt-
úrunni, sem óspart er lofsungin. Þessi ídealska þjóðlífs-
mynd geymir þó í sér demónska andstæðu sína.
Til glöggvunar má skipta heimi sögunnar í tvö aðskilin
svið: félagslegt svið og mystískt. Á hinu fyrra eiga sér stað
sálræn átök á milli þriggja persóna. Þau þróast smám sam-
an yfir á hið mystíska svið, þar sem satanísk og guðleg öfl
takast á. Framan af hefur verkið á sér svip sálfræðilegrar
skáldsögu; lýst er félagslegum aðstæðum, sálrænum sveifl-
um og tilfinningum. En þegar fram í sækir sameinast sviðin
tvö og verkið fær á sig svip hrollvekju. Hið djöfullega brýst
upp úr undirdjúpinu inn í mannfélagið og stefnir tilveru
þess í voða. Fulltrúa hins guðlega, presti sveitarinnar, tekst
þó að kveða óskapnaðinn niður í tæka tíð og koma á reglu
að nýju. Hann er eins konar verndarvættur samfélagsins og
gætir hins ídealska jafnvægis. Þessi prestur er gerólíkur
bræðrum sínum í verkum raunsæismanna, því hann vernd-
ar sauði sína af mikill trúmennsku, kærleiksríkur og göfug-
ur.
Kvenhetja sögunnar, Sólrún, stendur á milli tveggja
manna, sem eru eins ólíkir og dagur og nótt. Hrólfur er