Studia Islandica - 01.06.1986, Page 235
233
felldu, vonin lifir þótt blandin sé ugg. Handan árinnar er
hamingjusteinn Hrólfs:
Hann horfði lengi á bæinn, eftir að hún var horfin, þar voru allir í fasta
svefni. Hann stóð þarna fyrir ofan, með gullnum rúðum í kvöldbjarmanum,
eins og álfahóll, er hefði mikla fjársjóði að geyma. Honum fanst öll ham-
ingja sú, er heimurinn hefði að bjóða, eiga þar heima. (13)
Þessi mynd er endurtekin síðar í sögunni, í draumi ann-
ars manns. Við réttarlok að hausti ríður Sigvaldi heim
glaður í hug því Sólrún hafði hafnað Hrólfi í annað sinn,
hans eigin von vakin. Á þeirri stundu nema ljós bæjarins
hann „sem riði hann í áttina til sagnahalla og ævin-
týra“ (96) í gegnum myrkur og þögn. Myndmálið er í sam-
ræmi við veruleika sögunnar allrar, þjóðsögulegt og þrung-
ið dul. Sálarlífs- og náttúrulýsingar sveiflast á milli and-
stæðra skauta, paradísar- og vítislíkingar.
2. atriði: í öðrum kafla sögunnar verður fyrsti árekstur
biðlanna. Þá kemur í ljós háskinn, sem býr innra með
Hrólfi, ástríða hans þung, myrk og óstjórnleg. Kvíðinn,
blandinn reiði, fær hann til að vinna níðingsverk á keppi-
naut sínum. Myrkrið lykst um hann í fyrsta sinn. Atriðinu
lýkur með því að foreldrar hans lofa að bera upp formlegt
bónorð við prest að hausti.
3. atriði: í fjórða og fimmta kafla sögunnar er lýst nátt-
úruparadís upp af dalbyggðinni. Þar er sel prestssetursins í
skógi vöxnum dal. Fegurðin er unaðsleg og ævintýrablær
yfir öllu, landið lifandi og fullt af töfrum. Á þessum slóðum
gengur Sólrún um, líkt og í vökudraumi utan veruleikans.
Það er sumar:
Henni var skógurinn æfintýraland, mitt í heimi veruleikans. Þar gat hún
falið sjálfa sig og hugþekkustu drauma sína, er hún þorði ekki að láta nokk-
urn mann um vita. Þar gat hún trúaö á dverga og álfa og góðar dísir og lifað
í hinum kynlega æfintýraheimi. Því að þarna inni í skóginum, var sjerstakur
heimur í kyrð og fegurð, næstum því utan veruleikans. (56)
Yfir lýsingunni allri hvílir andi samræmis og sakleysis,