Studia Islandica - 01.06.1986, Síða 236
234
yndis og sælu. Ekki dregur úr ævintýrinu að selmatseljan er
líkt og numin út úr þjóðsögu, nákunnug álfum, tröllum og
svipum. í þessu umhverfi hittast þau Sólrún og Sigvaldi í
annað sinn, ást þeirra kviknar og fellur til samræmis við
náttúruna, björt og fögur. Þetta atriði lýsir þannig ídealskri
veröld og myndar skarpa andstæðu við næstu atriði á eftir.
4. atriði: Hvörf verða í sögunni þegar Sólrún hafnar bón-
orði Hrólfs að hausti. Þá breytist uggur Hrólfs í óbærilega
vissu, og leið hans til glötunar hefst. Viðbrögð hans í fyrstu
lýsa vel persónuleikanum: „Það brakaði í limum hans, er
hann gekk, augun vóru rauð og varirnar samanbitnar.“
(84) Myrkur og þungi, innibyrgð örvænting, sem fljótt
snýst í hatur og hefndarþorsta. En þótt Hrólfur hafi glatað
hamingjudraumi sínum er þjáning hans ekki fullnuð, leið
hans inn í „nótt sorgarinnar“ er aðeins hafin. í næsta atriði
er því lýst hvernig hin innri áreynsla magnast.
5. atriði: Sigvaldi ríður hjá og Hrólfur reynir að komast
fyrir hann, ríður út í ófæru og missir hest sinn ofan í gjá þar
sem hann neyðist til að aflífa hann. Sársauki Hrólfs er
óhugnanlegur. Þegar menn litu í augu honum var sem
„logaði einhver glóð, sem gerði menn ömurlega í
skapi.“(106) Glóð, sem verður að eldi.
Þróun Hrólfs tekur líkingu af náttúrunni: frá því von
hans kviknar snemma sumars (lsti kafli) til þess hann ban-
ar hesti sínum síðla haust (8undi kafli). Úr því liggur leið
hans inn í vetur vitfirringar og ógnar. Hesturinn hafði
ásamt Sólrúnu átt alla ást Hrólfs. Með drápinu verður
hann í raun sjálfum sér að bana, og þegar móðir hans, sem
att hafði honum í stríðið, líkt og stórlynd fornkona, kemur
til hans eftir óhappaverkið mætir henni ókunnugur maður:
„ . . . andlit hans var blóðugt og bleikt sem nár, en augun
vóru sem blind af sársauka, og hann tók ekki eftir henni, er
hún kom.“ (114) Fram að þessu hefur höfundur lýst sál-
fræði sorgar og haturs á tiltölulega raunsæislegan hátt. í
næsta atriði skiptir hins vegar um svið.
6. atriði: Ástríðu Hrólfs má líkja við glóandi hraunelfi,