Studia Islandica - 01.06.1986, Page 241
239
orðið að einum vilja nema annar eyði sjálfum sér, samein-
ing tveggja þýði að annar eyðileggi einstaklingseðli sitt.
Boðskapurinn er því sá að lífið sé sífellt stríð eða valdabar-
átta, þar sem einn sigrar en annar tapar. Afstaða Einars
minnir í mörgu á hugmyndir Nietzsches, því að hann skip-
ar viljanum og andagiftinni til öndvegis í mannlegu sálar-
lífi.
Valshreiðrið er þroskasaga og lýsir umskiptum leiks og
alvöru, sakleysis og þroska. Sögumaðurinn uppgötvar
smám saman aðskilnað sinn og verður sjálfstæð mann-
eskja. Innri tími sögunnar spannar ævi hans frá bernsku til
fullorðinsára, en takmarkast þó einkum við fyrsta ástar-
samband hans, vígsluna, þar sem hann breytist úr viljalaus-
um dreng í viljasterkan karlmann. Tvær myndir tengja
verkið saman, myndir hamars og eggs. í upphafi er orð-
skrúðug lýsing á hömrum, þar sem valir verpa. Ein fyrsta
minning sögumanns er skurn af valseggi, sem brotnar í
flutningum og hann síðan tætir í sundur. Við sögulok sígur
hann í hamrana og sækir þangað egg, sem vinstúlka hans
brýtur. Báðar myndirnar fela þannig í sér athöfn: egg er
brotið. Hin fyrri markar upphaf bernskunnar, hin síðari
endalok hennar.
Meginsagan fjallar um samskipti og ástir sögumannsins
og vinstúlku hans af næsta bæ. Það er frá byrjun leikur en
býr þó yfir misvægi, því stúlkan ræður oftast fyrir þeim
báðum. Hún er viljasterkari og beygir piltinn undir ákvarð-
anir sínar. Þau trúlofast en smám saman magnast spennan,
því pilturinn unir ekki í hlutverki „masochistans“: „En
hversu mikla sanna yfirburði sem vjer finnum hjá öðrum,
er ætíð einhver taug í oss sjálfum, sem vill ráða, og þó ást-
vinir vorir eigi í hlut, leitum vjer undan, á aðrar leiðir, ef
vjer finnum að vjer getum aldrei beygt þá undir vorn eigin
vilja.“ (60)118 Sambandið helst á meðan það er aðeins leik-
ur, en „þegar leikjunum er lokið kemur allur annar svipur
yfir sækjendur og verjendur í þessum kappleik, sem kall-
aður er líf.“(57) Spennan fær loks útrás við lok sögunnar í