Studia Islandica - 01.06.1986, Page 245
243
Við sjálfsuppgötvun Hólmfríðar verða hvörf í sögunni.
Hún kastast inn í einveru, sem verður smám saman að
kvalafullri prísund sársauka og sektar. Samfélagið sýnir
henni fulla fyrirlitningu og sjálf er hún samþykk dómi þess,
útskúfuninni. Að lokum liggur henni við sturlun. Það sem
verður til bjargar á síðustu stundu er harmsaga frænku
hennar og minningin um ógæfumanninn, föður hennar.
Örlög þeirra losa um sorg Hólmfríðar, veita henni útrás.
Þó er hún of þreklaus til að takast á við sársauka sinn og
einveru óstudd. Við lok sögubrotsins virðist trúarleg hug-
ljómun koma í stað ástríðuleiðslunnar, nýr guð rísa í stað
þess, sem féll. Hvaða framhald Einar Benediktsson hefur
hugsað sögu sinni vitum við ekki, en hugsa má sér að það
hafi átt að lýsa þroskaleið Hólmfríðar til sáttar og sjálf-
stæðs lífs. Til þess bendir nafnið: Undan krossinum.
Hugmynd Einars virðist vera sú, að ástin sé „sjálfsblekk-
ing“ holdsins. Sá, sem játi ást sína, lýsi þar með yfir ósigri
sínum fyrir þeim, sem til er talað. Síðasta saga Einars, sem
hér verður athuguð, er til marks um þetta. Líkt og hinar
sögurnar fjallar Svikagreifinn um afhjúpun eða afhelgun
ástarinnar.
Svikagreifinn er skipulega byggð saga og minnir að
mörgu leyti á sakamálasöguna að formi til og efni: saka-
maður siglir undir fölsku flaggi, en er afhjúpaður um síðir.
Þetta ferli uppljóstrunar og blekkingar knýr söguna áfram,
en er allmiklu flóknara og margræðara en tíðkast í áður-
nefndri bókmenntagrein. Auk þess hefur sagan sálfræði-
lega og heimspekilega vísun, sem hefur hana yfir reyfar-
ann. Merkingarkerfi Svikagreifans er all-margbrotið, því
þegar textinn er grannt skoðaður kemur í ljós að merking-
in er tvöföld frá upphafi til enda. í túlkuninni er nauðsyn-
legt að gera nokkuð ýtarlega grein fyrir þessu. Atburðarás-
inni má skipta í fjögur frásagnaratriði, sem tengjast á
margvíslegan hátt en gegna samt hvert um sig afmörkuðu
hlutverki innan sögunnar. Hér er hugtakið „frásagnar-
atriði“ notað í eftirfarandi merkingu: það felur í sér sér-