Studia Islandica - 01.06.1986, Blaðsíða 255
253
hann væri sviptur lífi, tilvera hans lifandi dauði. Áður hafði
hann tengst lífinu í gegnum ástina, um leið og skorið var á
þau bönd fékk tilveran á sig dökkleitan og demónskan
svip. í seinustu ljóðum sínum slær Jóhann Gunnar strengi,
sem áður höfðu hljómað í þjóðkvæðum. Þar fara saman
ólíkar kenndir: angurværð og dapurleiki, en einnig blindur
ofsi og „makabrískur“ hryllingur. Margt minnir á síðari
skáld, til dæmis Davíð Stefánsson, en eins og Hannes Pét-
ursson hefur bent á er margt ólíkt með þeim. Jóhann
Gunnar hylltist aldrei hina blindu, krefjandi ástríðu, al-
gleymi augnabliksins, gleði hans var aldrei ofsafengin og
harmurinn ætíð beislaður. Um þetta segir Hannes:
Þannig verður nautnin, það að fá að njóta, ekki höfuðatriði fyrir Jóhanni,
enda þótt maður finni á bak við kvæðin löngun hans til að njóta lífsins.
Reyndar eru ekki til neinar ljóðlínur eftir Jóhann sem taki hreint af skarið
um afstöðu hans til nautnarinnar, en maður les hana milli línanna. Það að
fá að njóta verður Jóhanni ekki takmark í sjálfu sér, en aftur á móti verður
það sagt um næstu skáld á eftir; í þeirra augum skiptir það meira máli að
njóta en varðveita „uppsprettur lífsins“, lífið í þeirra augum á að vera ein
allsherjar víma, sérhver reynsla á fremur að líkjast svalandi víni en fersku
vatni. Ekki njóta þeir fyrst og fremst til þess að verða vitrari, kynnast lífinu
raunverulega, heldur allt eins til að gleyma því.122
Kvenmynd Jóhanns Gunnars tók með tímanum miklum
breytingum líkt og heimsmyndin. Gyðjan breyttist í norn,
Hulda í Hervöru. Jóhann Gunnar gekk jafnvel lengra en
aðrir höfundar á hans tíma í að brjóta niður hina róman-
tísku kvenhugsjón. í upphafi dýrkaði hann Eros, eins og
aðrir rómantíkerar, ástarþrá hans var undirstaða tilfinn-
ingalegrar heimsmyndar, sem gekk í þverbága við kristin-
dóminn. Jóhann Gunnar var guðlastari eins og svo margir
rómantíkerar, en líkt og þeir hugsaði hann ekki lífsskoð-
un sína til hlítar og játaði með vörunum trú, sem skáld-
skapur hans afneitaði; uppreisnin var dulbúin og ómeðvit-
uð, gjá á milli tilfinningar og hugmyndar.
í fyrri ljóðum Jóhanns Gunnar tekur náttúran oft á sig
mýþískt form hinnar frjósömu og blíðu jarðmóður, hún er