Studia Islandica - 01.06.1986, Blaðsíða 260
258
aðrar bændastéttar, sem sér laun síns erfiðis renna í vasa
kaupmanns, hús hans kot. í raun stendur Gísli enn neðar
í samfélagsstiganum en fátæklingar kaupstaðarins, því að
hann tilheyrir hinu einangraða úrhraki, sveitavarginum,
sem kaupstaðarbúar líta niður á. Þessi félagslegi mismunur
meðbiðlanna jafngildir andstæðu tveggja heima.
Kvenhetjan, Sigríður, togast á milli Gísla og Þórarins.
Hún er fátæk stúlka, sem stendur allt í einu til boða að
verða kaupmannsfrú og lifa við allsnægtir. En ekki er öllu
borgið þótt auðurinn sé í höfn. Þegar Sigríður gengur í
sæng kaupmanns leiðir hún tortímingu yfir sjálfa sig, því
að oft er deigt hjarta undir dýrri brynju. Hún elskar bónd-
ann og velur gegn sjálfri sér líkt og Gróa í Upp við fossa,
losnar við það frá eigin hamingju. Andstætt karlhetjum
Gests veit hún af sér, svo að sjálfsblekkingin getur ekki
bjargað henni nema um stundarsakir.
Lýsing Sigríðar er að ýmsu leyti sérstæð. I upphafi er
hún dæmigerð meyja, saklaus og veikbyggð en „svipblíð og
yndislega kvenleg", sem horfir til elskhuga síns „tryggð-
blíðum augum“. (151) Val hennar jafngildir óbætanlegu
rofi því með því selur hún meydóm sinn og breytist úr
gyðju í frillu. Sjálf uppgötvar hún það um seinan:
Nú var hún ekki lengur gyðjan, sem hann [Þórarinn] tilbað, heldur
konan, sem hann átti. Já; f raun og veru átti hann hana með húð og hári, al-
veg eins og verzlunina og vörurnar í búðinni. Hún var ambátt, en góðs eig-
anda; hún var frilla, en samkvæmt lögum. (181)
Ádeila Jóhanns Gunnars á ástlaus skynsemishjónabönd
minnir mjög á gagnrýni Halldórs Laxness síðar í Vefaran-
um mikla frá Kasmír: Eiginkonan, það er skækjan;
skækjan, það er eiginkonan!
Sagan hefst með lýsingu á fundi þeirra Gísla og Sigríðar.
Hann er ríkur af fyrirheitum og kotið sem bíður líkast
paradís á jörð í hugum beggja. Þau neyðast hins vegar til
að skilja, hann fer til búskapar síns inn í sveitina en hún út
í kaupstað. Við aðskilnaðinn rofnar hið líkamlega sam-